Færsluflokkur: Lífstíll
........ allavega að finnst mér það forréttindi að hafa ljósastauralaust svæði fyrir aftan húsið mitt, geta horft á stjörnurnar og norðurljósin. Ljósastaurar skemma þetta.
Eftir 5 km göngu um Álftanesið, heitt bað í stóra baðkarinu mínu, þá er yndislegt að fara út á svalir, hlusta á sjóinn, horfa á stjörnurnar og norðurljósin sem dönsuðu fyrir mig í kvöld.
kannski eru líka forréttindi að vera svolítið skrítin eins og ég - allavega líður mér vel svona
Eigið góða viku framundan og njótið alls þess góða sem er í kringum okkur
Lífstíll | Sunnudagur, 9. október 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fór í fyrsta sinn upp að Steini í dag, sem á að vera auðveld ganga samkvæmt skiltunum sem eru við göngustíginn. Mér fannst þetta ekki auðvelt, enda labba ég mest á jafnsléttu hérna á Álftanesinu.
Eftir þessa Esjugöngu er Helgafell "rúmlega hóll" - Mosfell og Úlfarsfell eru bara "hólar".
Í næstu viku er ég að fara í þýsku alpana að ganga - en það eru "auðveldar" göngur og mjög spennandi. Verð á fínu skíðahóteli með sauna og alles. Þetta er ferð fyrir fólk sem er "heilbrigt og getur hreyft sig" samkvæmt auglýsingu. Fyrst ég fór upp að steini á 88 mínútum þá get ég sett mig í þennan flokk - ekki satt?
Lífstíll | Miðvikudagur, 3. ágúst 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
.... henti þessu í blandarann og viti menn.............. æðislegt "mauk" sem ég set oná brauð í staðinn fyrir smjör. Nota þetta líka sem sósu með mat. Þetta er rosalega gott....... prófið bara.
Á myndinni er maukið komið í krukku .... fagurgrænt.
Lífstíll | Miðvikudagur, 6. júlí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
til að koma mér út ........ og hreyfa mig REGLULEGA og NÆGILEGA. Ég fer að vísu 1-2 í viku í 40 mín en það er ekki nægilegt og kílóafjöldinn utan á mér er í meira magni en ég er ánægð með.
Ef ég ætti að ráðleggja öðrum þá hef ég fullt af hugmyndum að hvatningu - en þegar kemur að mér sjálfri.... þá gerist ekkert.
Það væri t.d. hægt að taka þátt í Ratleik Hafnarfjarðar - hellings labb og hreyfing sem þarf til að finna spjöldin, svo er þetta bara skemmtilegur leikur.
Það væri hægt að skrá hreyfinguna inná lífshlaupið.is og sjá hvað maður hreyfir sig mikið.
það væri hægt að setja sér markmið t.d. ganga 16 km á viku og monta sig svo á "facebook" eftir mánuðinn (búin að labba 64 km í júlí..)
Svo er hægt að umbuna sig eftir hvert kíló - út að borða eftir eitt kg eða fótabað.... eða hvað sem er. Og eftir þrjú kg þá (já það eru þrjú kíló sem þurfa að fara) getur maður gert eitthvað spes.
Af hverju er svona erfitt að hvetja sjálfan sig og sparka í rassinn á sjálfum sér. Ég sé alveg ávinninginn en það er bara eitthvað.... Þetta er samt alveg yfirstíganlegt - 3 kíló er ekkert rosalegt þó þau séu svooo föst á mér.
Jæja vinir hafið það gott og ef einhver á leið hér um þá væri gott að fá "spark í rassinn"
knús á línuna
Lífstíll | Föstudagur, 1. júlí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þessi stórglæsilegi kvennakór verður með vortónleika í
Hásölum í Hafnarfirði kl. 16 í dag.
Lagaval kórstjórans er skemmtilegt, íslensk lög eins og:
Lotning - Þjóðlag / Þjóðvísa / úts. Sigurður Rúnar Jónsson ( fyrir Tótu-börn )
Betlikerlingin - Sigvaldi Kaldalóns / Gestur Pálsson
Jónasarlög - Atli Heimir Sveinsson / Jónas Hallgrímsson
Ásta · Dalvísa · Úr Hulduljóðum · Heylóarvísa · Vorvísa
Eftir hlé verða m.a. lög frá Afríku með "bongótrommu" undirspili, negrasálmar og þjóðlag frá Trinidad.
Undirleikari er að vanda Antonía Hevesi.
Vona svo að allir hafi það gott - alla vega ætla ég að skemmta mér á tónleikunum í dag.
Lífstíll | Laugardagur, 14. maí 2011 (breytt kl. 09:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn
nú er bara prjónablogg..........
Þetta finnst mér rosalega flott peysa hjá mér og hún klæðir mig líka vel. Chilli garnið sem er efst (og neðst) er ekki lengur til í þessum "gráa" lit, því miður. Ég byrjaði efst að prjóna peysuna - það er svo þægilegt og auðvelt. Ermarnar eru "Quarts" svo hún er svolítið spari. Fyrst prjónaði ég ermarnar, en það kom ekki nógu vel út, prófaði bæði að hafa þær "útvíðar" og beinar. Þegar ég heklaði þær - þá urðu þær flottar!!
Mig langar að gera svipaða peysu úr þessum orange litum. Kitten framleiðir ekki lengur appelsínugult en ég keypti þetta á austfjörðum í fyrrasumar. Samba garnið er einhverskonar pelsa-garn og var keypt í Frankfurt í vetur.Garn þar er jafndýrt og hérna heima - allavega þegar evran er svona há.
Lífstíll | Föstudagur, 22. apríl 2011 (breytt kl. 17:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég vann tvo tíma í kundalini jóga hjá Ljósheimum. Er að hugsa um að skella mér og prófa..... þetta ku gera manni gott
Á heimasíðu Ljósheima www.ljosheimar.is er eftirfarandi fróðleikur um Kundalini jóga:
"Kundalini jóga er stundum kallað jóga vitundar. Það er kraftmikið og skjótvirkt og kemur jafnvægi á innkirtlastarfsemi þína, styrkir taugakerfið og gerir þér kleift að virkja orku huga og tilfinninga. Kundalini jóga styrkir einnig hjarta og æðakerfið og hefur góð áhrif á meltinguna."
"Kundalini jóga vísindin tvinna saman andardrátt, handstöður, augnfókus, möntrur, líkamslása og líkamsstöður á mjög ákveðinn og meðvitaðan hátt en það kemur á jafnvægi milli líkama, huga og sálar."
"Kundalini jóga er fyrir venjulegt fólk sem þarf að takast á við verkefni dagsins, vinnu, fjölskyldu og áreiti nútímans. Allir geta iðkað Kundalini og krefst þess ekki að fólk breyti neinu í sínu daglega lífi."
"Kundalini orkan býr í hverju okkar en liggur í dvala við neðsta hryggjarliðinn hjá flestum. Þessa orku er unnið með í kundalini jógatíma og hún látin rísa upp hryggjarsúluna. Þegar það gerist gefur það okkur dýpri tengingu við okkur sjálf auk þess sem það eykur áhrif alls sem við gerum í tímanum."
Eigið góða helgar-rest
Lífstíll | Laugardagur, 16. apríl 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er ekki að tala um það að maður þurfi að hlaupa út um allar trissur eða vera pungsveittur með lóðin á líkamsræktarstöðinni, ekki heldur að borða hálfa brauðsneið með 0% osti í hádegismat - nei þetta er auðvelda leiðin
Leggstu fyrst uppí sófa, komdu þér vel fyrir, lokaðu augunum og andaðu djúpt. Hugsaðu þér að þú sért akkúrat í þeirri þyngd sem þú óskar þér - sléttur magi, stinnur rass og engin undirhaka......... væri það ekki dásamlegt? Hugsaðu þér að þú kæmist í öll flottu fötin sem eru orðin of lítil- sjáðu þig í anda í þeim, staldraðu við og njóttu þess.
Segðu svo 15 sinnum: "ég ætla að verða ___ kg" eða " ég ætla að verða mjó" Segðu þetta 15 sinnum þegar þú vaknar á morgnanna, í hádeginu......... sem sagt nokkrum sinnum á dag.
Borðaðu svo fallegan og litríkan mat - hann er líka "kærleiksríkur" og hættu svo að borða þegar þú ert orðin södd, já þegar þú ert orðin SÖDD. Maður þarf ekki allan þennan mat, sem maður treður oní sig.
Ef þú ert að hugsa um hreyfingu þá er sniðugt að koma sér út um útidyrnar og labba um hverfið. Ekki samt rölta í hægðum þínum fólk gæti haldið að þú værir í nágrannavörslu. Þú gætir líka keyrt eitthvað og labbað þar...... niður í fjöru, í hverfi þar sem eru flottir garðar...... bara hvar sem er. Það má svo teygja í lokin svona eins og hlaupararnir gera - þú varst jú úti að hreyfa þig. Fáðu þér svo stórt vatnsglas kannski með sítrónusneið útí, það er svo flott.
Önnur hreyfing gæti verið að hætta að taka lyftur, leggja bílnum lengra frá en venjulega, ryksuga og skúra, hlægja kröftuglega (styrkir magavöðva) og svo er do-doið líka fín hreyfing (ekki samt gera teygjuæfingar á eftir).
Að öllu gamni slepptu þá gæti þetta verið byrjunin - það eru allavega engar töfralausnir til ...... eða hvað? Kannski er þetta töfralausnin
Lífstíll | Mánudagur, 11. apríl 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ef eitthvað er sagt við mann, sem kannski særir, þá eru það ekki álög. En á maður að láta annarra manna skoðun særa sig??
Ég varð svolítið sár í gær þegar verið var að tala um fatastílinn minn.
Það hefur alltaf verið ljóst að ég er ekki eins og aðrir þegar kemur að "outfittinu" ég er bara ég. Ég hef alltaf verið ánægð með það og finnst bara smart að vera ég sjálf.
Fataskápurinn minn er fullur af fötum og þegar ég er að fara eitthvað þá máta ég nokkur dress, allt þarf að passa saman - skartgripir - taska.........
Í gær var ein sem sagðist halda að ég klæddi mig bara til að hylja nekt mína - og að ég væri óvenju fín fyrir utan "lopapeysuna" sem ég væri í. "Lopapeysan" er mohair peysa sem ég er nýbúin að prjóna og búa til (það heitir design í dag) og mörgum finnst hún flott - allavega er ég ánægð með hana.
Svo fór hún að tala um make-up og kom fram hjá konunni að þegar maður er kominn á "þennan aldur" (yfir fimmtugt) þá kemst maður ekki upp með að vera ómálaður og ómeikaður. Það voru allar með málningu og meik við borðið nema ég - ég með minn maskara og varalit. Ég var sem sagt frekar hallærisleg - ómáluð og í einhverjum fötum til að hylja nekt mína.
Ég var svo ánægð með mig þegar ég lagði af stað í boðið. Reyndi að láta þetta ekki hafa áhrif á mig en það gerði það samt. Hún er samt vinkona mín - hún í sínum stíl, máluð og alles og ég í mínum stíll.
Nú er vorið komið, ég er komin í trékossana og farin úr sokkunum (meira að segja búin að draga fram ökklaböndin). Fuglarnir farnir að syngja "horný" söngva og flugurnar vaknaðar niður í fjöru.
Eigið góða viku allir saman - njótið þess að vera ÞIÐ SJÁLF og vera ánægð með það. Það ætla ég að gera.
p.s. bókin Orð eru álög eftir Siggu Kling er snilld og eiginlega skyldulesning!!
Lífstíll | Sunnudagur, 3. apríl 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég er búin að eiga "venjulegan" síma sem er bara sími; ekki myndavél, ekki GPS tæki, ekki útvarp ... og svo videre. Þar til ég fékk nýja símann, sem er með ÖLLU og meira til.
En hann fer svo í taugarnar á mér að það hálfa væri hellingur .
Sonur minn á eins síma og hann er draumur í dós ( eins og sonurinn). Hann getur stillt sinn síma á GPS eitthvað og þá mælir síminn vegalengdina sem maður labbar, segir manni tímann og meðalhraða og alles.
Minn sími gerir þetta ekki eins auðveldlega - þetta er samt sama sort Nokia eitthvað voða fínt.
Það tók steininn úr í dag þegar ég ætlaði að mæla vegalengdina frá hliðinu hjá Seilu og heim, ég veit svo sem að þetta eru 2 km en langaði allt í einu að sjá það. Þá DÓ síminn - þetta var to much fyrir hann. Síminn lifnaði að vísu við þegar ég kom heim (því miður). Þetta er of dýr og fínn sími til að henda honum - ætli hann endi bara ekki hjá þeim fimmtuga - hann á gamlan síma.
Með öðrum orðum - ég vil bara síma sem er bara sími svo er ég bara með iPodinn minn og þarf ekkert að vera nota GPS. Fer bara inná kortavefinn hjá www.ja.is og mæli það sem ég þarf að mæla.
Eigið góða viku
Lífstíll | Sunnudagur, 20. mars 2011 (breytt 24.3.2011 kl. 08:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar