Tónleikar í dag í Víðistaðakirkju kl. 15

Kvennakór Hafnarfjarðar verður með tónleika í dag í víðistaðakirkju kl. 15 og bera þeir nafnið: "Þú hýri Hafnarfjörður".  Hafnarfjarðarbær verður 100 ára í ár og syngjum við lög eftir Friðrik Bjarnason í því tilefni. Hjörleifur Valsson fiðluleikari spilar með okkur, en hann er snillingur eins og allir vita sem á hann hafa hlustað. Þetta verða fallegir og skemmtilegir tónleikar eins og okkur er von og vísa.

Mín er samt alltaf með smá hnút í maganum fyrir tónleika, við syngjum alltaf nótulausar og þurfum því að kunna alla texta utanbókar og kunna laglínurnar algjörlega. En alltaf gengur þetta vel hjá okkur og ekki ástæða til að ætla annað með tónleikana í dag.

Það er ótrúlegt hvað svona félagsskapur getur gefið manni. Samstaðan í kórnum er algjör og við erum allar jafnar (það er engin jafnari en önnur). Þetta er held ég ein besta geðrækt sem ég get hugsað mér, enda er ég búin að vera í meira en 10 ár í þessum kór.

Segi bara tu tu á mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Jamm, ég trúi vel að félagar í kór eigi oft æðislega skemmtilegar stundir saman. Handviss um að það sé gaman að standa í svona söngelsku daginn út og inn.. knús á þig Sigrún mín og eigðu ljúfa helgi.

Tiger, 19.4.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hjörleifur er bara skemmtilegast fiðluspilarinn.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.4.2008 kl. 22:04

3 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Gangi ykkur vel í Víðistaðakirku.  Hún er frábært tónleikahús.  Og líka svo falleg. 

Og já það er satt, það er ÆÐISLEGT að vera í kór og géfur manni mikið. Sakna þess.

En tu tu í dag.

Þórhildur Daðadóttir, 20.4.2008 kl. 13:22

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Söngur og gleði fara iðulega saman.  Vona að vel hafi gengið á tónleikunum, mín kæra.  Var því miður á vinnuhelgi, og eina músíkin sem ég heyrði var "This is my life" í boði þeirrar 7 ára, og svo sunnudagssálmana í útvarpsmessunni, um helgina. -DÆS-  Hefði mikið heldur viljað skreppa í Víðistaðakirkju til ykkar.

Sigríður Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband