slá þú hjartans hörpu strengi...

... þetta er yfirskrift tónleika Kvennakórs Hafnarfjarðar þessi jólin. Elísabet Waage hörpuleikari leikur með okkur ásamt Hildi Þórðardóttir flautuleikara og ég get lofað fallegum tónleikum. Þeir verða fimmtudagskvöldið 11. desember kl: 20:00 í Víðistaðakirkju og kostar miðinn aðeins 1500 kr.

... það gefur manni svo margt að hlusta á fallega tónlist og það gefur mér mjög mikið að syngja fallega tónlist. Bara koma og njóta! Kvennakór Hafnarfjarðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ji! Hvað ég vildi að ég kæmist á þessa tónleika og jafnvel bara vera að syngja með ykkur!

Gangi ykkur vel!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gangi ykkur vel á tónleikunum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.12.2008 kl. 02:26

3 Smámynd: Tiger

Ég er sammála - það gefur manni svo mikið að hlusta á fallega tónlist - fara á tónleika og sitja undir hörpuleik - bara yndislegt! Auðvitað eiga allir að reyna að mæta á svona tónleika og njóta á aðventunni!

Knús og kram á þig Sigrún mín og hafðu það  ljúft - og gangi ykkur vel!

Tiger, 8.12.2008 kl. 15:49

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 9.12.2008 kl. 03:35

5 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Takk fyrir að koma með þetta inn á bloggið þitt. Í tilefni aðventunnar mæti ég.

Átt þú góðan dag vina

Anna Ragna Alexandersdóttir, 10.12.2008 kl. 14:37

6 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Ooooo...mikið vildi ég að ég kæmist....Vona að vel takist til.

  Njóttu lífsins vinkona.

Sigríður Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 20:10

7 Smámynd: Tína

Ég hefði sko ekki á móti því að koma svo mikið er víst. En jólavertíðin er víst hafin hjá okkur þó hún fari nú hægt af stað.

Haltu áfram að njóta lífsins eins og þér einni er lagið.

Kærleiksknús til þín

Tína, 11.12.2008 kl. 23:31

8 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Vona að tónleikarnir hafi heppnast vel í alla staði þrátt fyrir leiðindar-veður.

Hafðu það gott mín kæra.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 11.12.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband