Færsluflokkur: Dægurmál

Tónleikar í kvöld

Kvennakór Hafnarfjarðar verður með vortónleika í Hásölum Hafnarfirði í kvöld kl. 20. Hásalir er salur safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

Þetta verða fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar; íslensk lög og erlend, söngleikjalög, falleg "gæsahúðalög"...........

Miðaverð er aðeins 1500 og verða miðar seldir við innganginn. Stjórnandi er Erna Guðmundsdóttir og undirleikar er Antonia Hevesí, sem allir þekkja.

Skemmtilegir tónleikar - skemmtilegar konur - frábær skemmtun.


By the way - mig vantar viðhald..

... gleymdi að minnast á það í síðustu færslu. Hann þarf að vera sterklegur, duglegur og það er betra ef hann er myndarlegur. Vitið þið um einhvern?

Þegar ég var úti í garði seinnipartinn þá komst ég að þessu. Ég þarf viðhaldið í garðvinnuna, þessa erfiðu. Það er það eina sem hann þarf að gera Wink erfiðu garðvinnuna - sjá um erfiða viðhaldið á garðinum . Ég var að klippa í dag og taka stórar dauðar greinar af trjám sem eru vaxin mér upp fyrir höfuð. En í staðin fyrir að halda áfram þá fór ég að kroppa börkinn af dauðu greinunum, til að þurrka - úða börkinn og set inní stóra bók - eina gamla hjúkrunarbók, sem ég nota til að þurrka og pressa börk og jurtir. Þetta gengur ekkert svona - en ef "viðhaldið" sæi um þessi verk þá gæti ég dúllað mér Cool  og ef hann er myndarlegur þá mætti glápa smá Halo


Sungum fyrir gamla fólkið.....

...... á Sólvangi í dag og á Hrafnistu í síðustu viku - þar glöddum við í Kvennakór Hafnarfjarðar gömul hjörtu Heart 

Á þriðjudagskvöld verðum við með tónleika í Hásölum í Hafnarfirði kl. 20.00 - skemmtilega tónleika auðvitað. Það kostar bara 1500 kr. miðinn. Við syngjum fjölbreytta dagskrá; söngleikjalög, íslensk, eitt ítalskt og eitt frá Brasilíu, svo fátt eitt sé talið. Þeir sem halda með Liverpool geta komið og hlustað á "You never walk alone".

Það er ótrúlega gaman að syngja í kór - endorfínið flæðir á æfingum og tónleikar toppa þetta alveg.

Í maí förum við að undirbúa Kórastefnuna sem við ætlum að skunda á 4. júní á Mývatni. Margrét Bóasdóttir hefur veg og vanda að þessari kórastefnu, sem haldin er ár hvert á Mývatni. Svona ferðalög með kórkonum eru ólýsanlega skemmtileg - konur saman - bara gaman.

Best að koma sér fyrir í sófanum með prjónana, södd eftir grillaða hamborgara að hætti húsbóndans.

Eigið góða viku framundan KissingHeart 

 


Ég er ekki sú eina sem elskar manninn minn........

.............. komst að því á árshátíð 365 í gærkveldi. Vissi þetta reyndar áður - enda fer ég með honum á árshátíðina á hverju ári. Konur og karlar koma í röðum til hans og lofa hann í hástert - hann er svo klár, bóngóður, reddar manni alltaf, kemur um leið og maður hringir ......... og svo videre. Eftir því sem fólk drakk meira þá var hann meira elskaður - einn hár og myndarlegur maður sagði við mig: þú skilur það kannski ekki en ég elska hann út af lífinu! Auðvitað skildi ég það mjög vel - ég hef elskað manninn í meira en 30 ár.

Tekið skal fram að ég fór ein með mínum manni heim Wink

Annað get ég sagt ykkur - rauðir skór eru í tísku. Rauðir skór og rautt veski. Ég var í svörtum skóm og ef ykkur langar að vita það þá voru skórnir mínir eldri en söngvari hljómsveitarinnar (Eyþór Ingi).

Ætla að hvíla mig í dag og hafa það "næs" - njótið þið dagsins elskurnar Heart 

 


í fyrsta, öðru og þriðja lagi! Barbamömmu syndromið í uppsiglingu!

Fyrir það fyrsta þá er vorið komið í alvörunni - ég sá lóuna í dag. Hún var að spóka sig í túninu hjá Bessastöðum.

Svo í öðru lagi  þá eru bara flestir hættir að blogga eða búnir að læsa blogginu sínu. Hvað er að gerast? Kannski Facebook Woundering Mér finnst bloggið skemmtilegra - það eru víst ekki margir á sama máli. Þeir sem blogga - þeir blogga allir um það sama - styrkina - kreppuna - stjórnina..........

Hvar eru þeir sem blogga um lífið og tilveruna? Ég bara spyr?

Í þriðja lagi  þá var kvöldverðarborðið ekki "kreppulegt" á mínu heimili. Hamborgarahryggur fyrir fleiri en okkur þrjú. Sem er ekki gott því þá verð ég á kafi í afganginum á morgun. Það þýðir bara eitt: Barbamömmu syndromið = verð eins og Barbamamma í laginu.

Hafið það gott yfir páskana elskurnar Heart


Geðrækt - streitustjórnun - vellíðan

Reimi á mig Scarpa skóna, set upp sólgleraugun og fer í rauðu úlpuna. Held út á hlað, heilsa rauða sjarmörnum honum Rómeó í næsta húsi og arka svo niður að fjörunni. Sólin skín og sjávarilmurinn kemur á móti mér. Sjórinn er rólegur, liðast upp í fjöruna svona í sunnudagsfíling. Þegar lengra út á eyrina er komið finnur maður lyktina frá hrossaskítshaugnum, sem minnir mann á vorverkin í garðinum, en þangað sæki ég skít á vorin. Ennþá skín sólin og smá andvari blæs framan í mann, gæsirnar í rólegheitum í grasinu, líta upp og horfa á konuna í rauðu úlpunni og heilsa. Þegar ég er komin út fyrir flotbryggjuna sem reyndar er uppí fjörunni þá fer ég ofan í fjöruna og kíki eftir selunum. Einn selur skýtur upp hausnum og heilsar kurteisislega. Alltaf finnst mér gaman að hitta þá, eru eitthvað svo mikið krútt með stóru augun sín. Tjaldurinn er kominn til landsins og liggur í sandinum á meðan blikinn og æðakollan svamla um í sjónum. Við hliðið út á Bessastaðanesið sný ég við og labba í fjöruborðinu til baka. Nýt þess að finna sjávarilminn, horfa á fuglanna og selinn. Horfi líka til höfuðborgarinnar og er glöð að geta búið svona "útúr", smá sveitalegt og laus við skarkala borgarinnar.

 


verðmerkingar vs verð

Fór með þeim fimmtuga í  Krónuna, vorum bara að athuga hvort Krónan væri betri en Bónus. Við keyptum eins lítra kók og Trópí Tríó, en þetta fæst ekki lengur í Bónus. Báðar þessar vörur voru vitlaust verðmerktar miðað við það sem við borguðum. Kókið átti að kosta 15o kr. stykkið en kostaði 165 á kassa, Trópíið átti að kosta 188 kr. pakkinn en kostaði 225 kr. á kassa.

Skoðið alltaf miðann þegar þið verslið Wink gætið grætt á því.

Enginn smá munur þarna á ferð - enda fór sá fimmtugi og fékk endurgreitt. Förum ekki aftur í Krónuna allavega ekki þessa við höfnina í Hafnarfirði. Algjörlega óþolandi svona vitleysa. En þetta kemur nú fyrir í Bónus líka. Held að hann fari áfram í Bónus um helgar og versli fyrir vikuna - svo fer ég í Fjarðarkaup þess á milli. Fjarðarkaup er einhvernvegin alltaf besta búðin - heiðarlegust og vöruúrvalið það besta. Allavega fæst þar mikið úrval af grænmeti og ávöxtum, sem ekki fæst í Bónus, t.d. graskerið, sem er algjörlega ómissandi.

Góða helgi elskurnar og verið góð við hvort annað Heart 


Magadans ......

.... já frúin fór í magadans. Dreif sig uppí Baðhús keypti kort á tilboði (15.000 kr. og gildir til 1. júlí) og stökk svo inní salinn þar sem kenndur var magadans. Þvílíkt hvað ég er stíf, var "létt" hallærisleg, en ég er bara byrjandi. Þessi magadans er víst mjög góður fyrir bakið og liðkar mann - vonandi.

Á morgun ætla ég í Afró. Hef einu sinni farið í Afró og það var mjög skemmtilegt - maður hleypir fram af sér beislinu og dansar undir dillandi trommuslætti. Hlakka bara til  Wink Svo er að byrja salsa danstímar í Baðhúsinu - prófa það örugglega líka.

Mín er sem sagt í "streitustjórnun" - dugleg að fara út að labba og er að toga upp sjálfsmatið - markmiðið er að vera ánægð með sjálfan mig að öllu leiti og meina það í alvörunni.

 


Ég er búin að kjósa mig í 1. sætið!

... og þar er ekki nýliðun á ferð og engin loforð um þetta og hitt - ætla bara að vera ég áfram.  Allir fjölmiðlar eru morandi af þessum auglýsingum - kjóstu mig í þetta og hitt sætið - vantar nýliðun - geri þetta og hitt - en hvað er að marka þessar yfirlýsingar. Ekkert! Þegar fólkið er komið á þing þá kemur annað hljóð í skrokkinn. Hvað geta þessir væntanlegu þingmenn verið að lofa - hafa aldrei verið á þingi og vita ekkert hvernig þetta virkar. Hafa heldur ekkert fjármagn til að gera það sem þau vilja. En allavega hafa margir fjármagn til að auglýsa sig - með flottum myndum og rosa fyrirsögnum. Gangi þeim bara vel !!

Ég er allavega búin að fá leið á þessu og set bara sjálfan mig í 1. sætið - svo kaus ég þann fimmtuga í 2. sætið - hann er fínn þar, heldur engin nýliðun þar - þarf heldur ekki.

 


Konur eru æðislegar.....

...... allavega þær sem eru í Kvennakór Hafnarfjarðar.

æfingabúðir 006

Það er svo merkilegt við þennan hóp hvað við erum allar jafnar (ætli við séum jafnaðarmenn?). Við erum líka svo góðar við hvor aðra og innan hópsins ríkir samkennd, gleði og kærleikur. Svona er bara mórallinn í kórnum. Svo erum við líka með frábæran kórstjóra sem er Erna Guðmundsdóttir söngkona.

Við vorum í æfingabúðum á Flúðum um helgina og þessar helgar eru þvílíkt frábærar að ég get vart lýst því með orðum. Það er sungið og hlegið alla helgina. Við gistum á Hótel Flúðum, sem er bara fínasta hótel, góður matur, fín herbergi og það var vel tekið á móti okkur.

Ég er alsæl með þessa helgi, þreytt en ánægð.

Myndin er af minni rödd sem er annar alt; dýpsta kvenröddin - við erum bara flottar konur. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband