Færsluflokkur: Dægurmál
Áðan sat ég úti á svölum með kaffið mitt og horfði á norðurljósin dansa innan um stjörnurnar, nýkomin úr brennheitu freyðibaði með kertaljós og alles. Þvílík fegurð með sjávarniðinn í bakgrunni. Húsið okkar er bakhús og það er ekkert byggt fyrir aftan okkur - bara móinn og sjávarkamburinn. Það er bara ekki hægt að kvarta yfir neinu þegar maður hefur svona útsýni yfir snæviþaktann móann og náttúruundur á himninum.
Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að norðurljósin væru ekki allstaðar í heiminum fyrr en Bretinn minn hann Craig (hennar Hjördísar minnar) sagðist aldrei hafa séð norðurljós. Hann er búin að ferðast út um allann heim drengurinn og hlakkaði svo til að sjá norðurljós þegar hann kom til Íslands.
Nú er ég sem sagt tilbúinn í rúmið með "skyndibita fyrir sálina" sem er besta bókin sem ég hef lesið - enda les ég hana afturábak og áfram. Svo sofnar maður jákvæður með norðurljósin dansandi í höfðinu.
Góða nótt allir mínir vinir
Dægurmál | Þriðjudagur, 3. febrúar 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Setti inn nokkrar myndir af peysunum, sem ég hef prjónað. Þetta er bara brot af því sem ég hef gert. Ég bý til uppskriftirnar sjálf en með lopapeysurnar hef ég lykkjufjöldann og úrtökur úr Lopa-bókunum.
Skemmtilegast við prjónaskapinn er að búa til peysuna frá grunni, raða saman munstri og litum, rekja upp og byrja aftur....... s.s. hafa smá vesen.
Set kannski inn fleiri myndir ...........seinna
Góða helgi allir mínir vinir
Dægurmál | Laugardagur, 31. janúar 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
.......... krónisk laziness og malign computer disease. Svo sé ég bara í stjörnuspánni fyrir daginn í dag að ég get verið afar góð í að gera ekkert. Og ég hélt að þetta væri leti og tölvusýki. Ég hangi nefninlega í tölvunni öll kvöld og þegar ég á frí eins og í morgun þá er mín bara að lesa blogg hægri vinstri og á annaramanna facebook. Er þetta normal? Nei, ekki þegar ýmislegt bíður manns: Húsverkin komplett, læra texta fyrir tónleika í næstu viku, þvottur............ og svo videre!
Takk fyrir - ég er sem sagt góð í að gera ekkert. Ég er þó góð í einhverju!
Dægurmál | Fimmtudagur, 4. desember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
..... að ég var miklu heilsuhraustari á meðan ég reykti. Enn einu sinni er ég komin með hita, hor og alles. Búin að fá leið á þessu.
Á meðan ég reykti þá leið mér betur; líkamlega, andlega og félagslega. Ég finn engan mun á mér til hins betra eftir að ég hætti að reykja fyrir tæplega 3 mánuðum. Aðrir í kringum mig finna kannski þann mun að það er ekki reykingalykt af mér.
Ég finn kannski einhvern mun á mér eftir ár - eða hvað? Hafið þið heyrt þetta: "Ég er miklu hressari eftir að ég hætti að reykja - allt annað líf". En hvað þarf maður að vera hættur lengi?
Er óheyrilega óþolinmóð - ég veit það - en ég hef samt ekki á planinu að byrja aftur - ætla að halda þetta út - allavega í dag og á morgun
Dægurmál | Þriðjudagur, 25. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það var kóræfing í dag með hörpuleikaranum Elísabetu Waage. Við erum að æfa svo fallega syrpu þar sem spilað er undir á hörpu. Þetta er frekar erfitt og mikið að læra en ekkert smá sem þetta er gaman. Og hvað söngurinn getur gert fyrir mann - ef eitthvað er geðrækt þá er söngur geðrækt.
Dægurmál | Sunnudagur, 16. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
....... eða hvað.
Ég fékk nýtt tæki lánað hjá Heyrnartækni - fæ að hafa það í viku til að prófa. Nýja heyrnartækið er með gervigreind og ég finn engan mun á því og gamla "ríkis"tækinu sem ég er búin að vera með í mörg ár. Tækið er stillt fyrir mig samkvæmt heyrnarmælingu - allt digital - plöggað við tölvu (hvenær verður hægt að plögga mér við tölvu og stilla mig uppá nýtt?)
Ég hef haft suð fyrir eyranu í mörg ár, en þegar heyrnin fór að dala og ég fékk mér heyrnartæki þá fór suðið. Um leið og ég set "ríkis"tækið í eyrað þá fer suðið. En með þessu 210 þúsund króna tæki með gervigreindinni þá helst suðið og víkur hvergi.
Samt ætla ég að prófa tækið í viku - fer á kóræfingu á morgun og það verður spennandi að vita hvernig það gengur með nýja tækið. Kannski er ég með of miklar væntingar! Ég enda svo kannski bara hjá "Ríkis"stöðinni (Heyrnar- og talmeinastöð Ríkisins) - þeir hafa svo sem reynst mér vel og eru aðeins ódýrari. En ég var til í að borga meira fyrir betri heyrnartæki.
Sjáum hvað setur - kannski þarf ég ekki neina gervigreind með nógu mikla fyrir!
Dægurmál | Föstudagur, 14. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
.......ég kaupi alltof ódýr krem framan í mig.
Ég var að skoða Saga Shop bæklinginn og þar kostar krem í andlitið 12.500 og eitthvað meik á 11.900. Maður spyr sig; kaupir þetta einhver? Það hlýtur að vera annars væru flugfreyjurnar ekki að selja þetta.
Kannski virkar þetta - ég veit það alla vega ekki, því mín andlitskrem kosta svo mikið mikið minna.
Dægurmál | Sunnudagur, 2. nóvember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þessi kuldi hentar mér illa; hárið verður rafmagnað, vöðvabólgan gusast af stað, húðin verður þurr ............ alla vega klæðir mig betur að vera þar sem heitt er - enda ætla ég að búa hinum megin við miðbaug á veturnar þegar ég er orðin "stór". En nóg af væli og kvarti - það eru að koma jól eftir nokkrar vikur og jóladótið komið í búðir. það kemur að því að ég geti laumað einu og einu jólaljósi - mér finnst svo æðislegt að kveikja á jólaljósum. Allt jóla eitthvað finnst mér æðislegt.
Mín bara komin í jólastuð, allavega er jólavinnuskýrslan á leiðinni og þá veit ég hvernig ég er að vinna um hátíðarnar.
Dægurmál | Þriðjudagur, 28. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég er öryggistrúnaðarmaður á minni deild og sæki námskeið sem er í boði fyrir öryggistrúnaðarmenn á LSH. Þar hef ég m.a. komist að því hvað skrifstofa mannauðsmála er að gera.
Ég hef haft fordóma gagnvart þessu orði því ég skil það ekki. Mannauður - mannauðsstjórnun - mannauðs þetta og mannauðs hitt...... Framkoma yfirmanna spítalans hefur ekki gefið tilefni til þess að maður sé einhver mannauður og ég hef ekki séð neina mannauðsstjórnun - alla vega nær þessi stefna ekki niður á gólf þar sem ég er að vinna.
En núna sé ég að þau á skrifstofu mannauðsmála eru fáliðuð og eru að gera ýmislegt fyrir okkur starfsfólkið, þótt við höfum ekki hugmynd um það. Nefnum sem dæmi heilbrigðisviðtal við hjúkrunarfræðinga, sem allir nýráðnir og allir nemar fara í. Það er líka til stuðningsteymi þar sem maður getur pantað sér tíma ef eitthvað hefur komið uppá hjá manni - í vinnunni eða bara heima. Þetta vissi ég ekki um en er búið að vera til í mörg ár. Eins er með starfsmanna-sjúkraþjálfara, sem hægt er að panta á deildina til að fara yfir vinnuaðstöðu og fleira.
Nú þarf maður bara að halda að maður sé mannauður og notfæra sér þessa þjónustu - hún er alla vega í boði fyrir mannauðinn.
En að öllu gamni slepptu þá þarf að auglýsa þetta og koma þessu á framfæri við fólkið á gólfinu - ætli það sé ekki bara í mínum verkahring.
Dægurmál | Sunnudagur, 26. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
........eru einhverjir - það hlýtur að vera því allir eiga að hætta að reykja. Maður dettur sko hreint ekkert um þessa kosti í fljótu bragði. Ég lít ekkert betur út, er ekki hressari eða hraustari. Mér er sagt að maður fær betra útlit eftir einhverja mánuði, en hefur maður þolinmæði til að bíða?
Ég er búin að vera hætt í 6 vikur, bara skratti dugleg.
Ég hef sparað rúmlega 25.000 kr.
Ég er ekki angandi af sígarettulykt
Ég stjórna mér sjálf, ekki nikótínfíknin
Þetta eru plúsarnir sem ég sé við að vera hætt - ef einhver er með fleiri kosti þá má segja mér frá þeim.
Reyklausar kveðjur frá mér
Dægurmál | Sunnudagur, 12. október 2008 (breytt kl. 15:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
-
holmdish
-
tigercopper
-
liljabolla
-
blavatn
-
totad
-
kruttina
-
gunnagusta
-
hlini
-
christinemarie
-
skordalsbrynja
-
gudrununa
-
hross
-
vilma
-
skelfingmodur
-
jeg
-
atvinnulaus
-
saedishaf
-
athena
-
sigrunsigur
-
maggatrausta
-
elina
-
bjarkitryggva
-
bjarnihardar
-
ingahel-matur
-
curvychic
-
gattin
-
pensillinn
-
songfuglinn
-
audurproppe
-
topplistinn
-
gudrunjona
-
hamingjustundir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar