Færsluflokkur: Tónlist

Þessi fallegi dagur!

þetta lag er algjör snilld hjá Bubba;

.

Njótið dagsins elskurnar Heart

 


komumst ekki í svettið !

Við vinkonurnar komumst ekki í svettið í dag, það komast færri að en vilja - reynum síðar - ekki spurning. Maður verður að vita hvernig þetta er Smile. Í staðinn ætlum við bara að dúlla við hvor aðra, setja ektalit, strípur, djúpnæringu og svo videre. Borða góðan mat og kjafta frá okkur allt vit. Það er svo langt síðan við höfum gert þetta, en hér í den dúlluðum við svona við hvor aðra. Við þurfum sko ekki síður á þessari uppliftingu og litaskerpingu að halda núna - enda eldri.

Í gær var kórstjórinn minn, hún Erna fimmtug - þótt hún líti ekki út fyrir það. Við fórum 12 kórkonur og sungum fyrir hana í afmælisveislunni. Sungum afmælissönginn fjór-raddað fyrir utan hjá henni og nágrannar komu út til að athuga hvers lags væri. Allir veislugestir komu síðan út og við sungum úti í góðaveðrinu nokkur lög. Erna þurfti að vísu að ná í tónhvíslina sína til að gefa okkur þá tóna sem við báðum um. Ég held að hún hafi bara verið ánægð með okkur.

Í stjörnuspánni minni í gær stóð að ég ætti að skemmta fólki heimafyrir (var að lesa moggann frá í gær). Það hafa einhverjir lesið þetta því það var gestagangur hjá mér í gær, ég var alltaf að reyna taka fram tuskuna til að þrífa áður en kórkonurnar kæmu til mín að æfa sönginn. Á endanum var bara svona semi fínt hjá mér, vona að enginn hafi horft í hornin. Ég er heldur ekki týpan sem er með allt sleikt út úr dyrum, feðgarnir sem ég bý með hafa heldur ekki smekk fyrir því - það sést á umgengninni.  


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband