................... þegar maður er að fara á límingunum.
Það er að komast mynd á eldhúsið mitt - þetta er allt að koma - en ég er að fara á límingunum, finnst þetta ekki ganga nógu hratt fyrir sig - kannast einhver við svona bráðlæti ??
En það verður allt nýtt í eldhúsinu nema ísskápurinn og ég . Jú gamla leirtauið verður líka í nýju innréttingunni. Það hefur ýmislegt farið til Frú Sorpu - ótrúlegt en satt - ég hef hent helling - enda les ég bókina "Burt með draslið" aftur á bak og áfram.
Svo er ég búin að velja mér ofn og uppþvottavél. Aldrei í lífinu hef ég haft uppþvottavél svo ég þekki ekki þægindin og ofninn minn er ca 50 ára gamall Siemens - ekki með blæstri - svo núna verður "ungfrú Álftanes" bæði með uppþvottavél og blástursofn - vona bara að hún kunni að meta þessi "þægindi".
Móttettukórinn (jóladiskurinn) er bara settur á og haldið áfram að raða í skápana. Unglingurinn á heimilinu hefur sko skoðun á því hvernig er raðað í fínu stóru skúffurnar. Uppgötvaði það að hann er oftast látinn leggja á borðið - því hann vill hafa hnífapör, glös og diska í röð - bara frábært.
Njótið dagsins eins og ég ætla að gera
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Tónlist | Sunnudagur, 13. desember 2009 (breytt kl. 11:54) | Facebook
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl, Sigrún.
þetta er allveg rétt hjá þér, að vísu hef ég ekki hlustað á þennan tiltekna disk , en ég er ekki í vafa að hann er gersemi.
Njóttu.
Kær kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 12:33
já Þórarinn - þessi diskur er algjör gersemi, enda spilaður mikið.
Sigrún Óskars, 13.12.2009 kl. 14:43
oh bara yndislegt hjá þér, og gott hjá þér að endurnýja eldhúsið ;)
Aprílrós, 13.12.2009 kl. 15:33
Ivar er líka gersemi, hér mjakast þetta í rétta átt. Ég er þolinmóð bara að bíða...(bít á jaxlinn bara)
Þetta verður snilld þegar þetta er búið
Gréta og Steini á 9 eru í verri málum en ég, þar erum við að tala um múrbrot !
Ragnheiður , 13.12.2009 kl. 19:48
Til lukku með nýja eldhúsið, kollega...og það að verða "modern", með uppþvottavél og alles. Falleg músík getur bjargað sálarheill manna.
Sigríður Sigurðardóttir, 16.12.2009 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.