er að deyja úr hungri ............ sá fimmtugi er að elda............

..........  nautakjöt í tortilla kökum, en þar sem ég er lítið fyrir nautakjöt þá er ég búin að skera niður grænmeti fyrir mig. Feðgarnir á heimilinu eru KJÖTÆTUR og borða mjög lítið grænmeti. Þegar ég geri gúrme grænmetisrétti þá hef ég þá algjörlega fyrir mig. Í hádeginu gerði ég t.d. gazpacho súpu - sem er algjört æði (köld spænsk súpa) og þeir smakka ekki einu sinni.

Ég er svo dugleg að borða hollan mat, borða oft - 5-6 sinnum á dag, grænmeti og ávexti eins og enginn sé morgundagurinn, drekk vatn og ég léttist ekki um eitt ansk.... gram. Algjörlega óþolandi - er bara föst í vitlausri þyngd - að vísu eru bara 3 kg sem ég þarf að losna við - en það eru 3000 gröm - segi og skrifa 3000 grömm (6 smjörlíkisstykki).

Auðvitað á ég bara að vera ánægð að vera ekki feitari  - en ég er aldrei ánægð - er samt að reyna það.

Hafið það gott næstu viku - allir saman - ég ætla allavega að gera mitt besta

knús á línuna HeartKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

mín kæra nágrannakona...þakkaðu fyrir að bera ekki mína aukaþyngd. Við erum í heilmiklu átaki og borðum mikið grænmeti - var á námskeiði hjá næringarþerapista í vikunni.

Ég er föst í 90 kg en ég skal niður fyrir það, ég neita að gefast upp !!

Ragnheiður , 20.9.2009 kl. 19:04

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Gott hjá þér að gefast ekki upp Ragnheiður - þú ert svo dugleg. Ég er svo mikil frekja - vill bara léttast NÚNA.

svo ert þú hætt að reykja - ekki ég - ég hætti í 3 mánuði í fyrra og bætti þessum 3 kg á mig - er ekki svona staðföst eins og þú.

Sigrún Óskars, 20.9.2009 kl. 20:03

3 identicon

Hum... Sigrún... mér finnst gott að hafa þig hérna hjá mér og lesa það að þú sért mikið fyrir grænmetisát sem aðalleið í fæðuvali. Styrkir mig "kjötætuna" sem innst inni hugsar um það að verða alvöru grænmetisæta. Hvað varðar þessi aukakíló sem þú ert að böggast yfir þá finnst mér eitthvað meira vanta inn á myndina hjá þér.... hvað skyldi það vera?

Bestu kveðjur

Gurra (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 21:24

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Gurra - það vantar meiri hreyfingu - ekki satt?? fer að vísu út að ganga reglulega og geri "stundum" upphandleggsæfingar með teygjunni minni.  Göngurnar eru líka geðrækt.

ég kann ekki að hlaupa eins og þú - gæti líklegast lært það - svo nenni ég ekki í líkamsrækt í líkamsræktarstöð - oft búin að reyna - því miður. 

Sigrún Óskars, 20.9.2009 kl. 21:29

5 Smámynd: Aprílrós

Mín skoðun er sú að það er alsekki gott að borða bara grænmeti, það vantar mat með, sama þótt við séum þybbin þá þurfum við alltaf smá fitu með til að brenna.  ég skil mjög vel að þú ert ekki að missa neitt gramm ef þú ert bara að borða grænmeti 5-6x á dag,. grænmeti endar sem klettur í maganum á þér og þá verður erfitt að gera nr 2 , stífla bara. 

En gangi þer samt vel.  Borðaðu þinn mat og hafðu græmeti með. borða bara lítið í einu. 

Aprílrós, 20.9.2009 kl. 23:10

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Guðrún mín, ég borða alveg kjöt og fisk með grænmetinu þótt það sé lítið. miðað við það sem ég borða þá ætti ég að vera 50 kg.

Sigrún Óskars, 20.9.2009 kl. 23:28

7 Smámynd: Elín Helgadóttir

hahahaha.....  ég skil þetta.  Allt af strax og helst í gær.  Ég vil líka smá kjöt með grænmetinu mínu en frekar vil ég bara grænmeti en bara kjöt...

Elín Helgadóttir, 22.9.2009 kl. 13:02

8 Smámynd: Ragnheiður

Ég borða grænmeti og hellings mat, ég borða líka góða fitu

Ég er komin niður fyrir helv...90 kg múrinn haha YESSS...

Ég borða hinsvegar EKKI sykur né hvítt hveiti.

Ég er ekki þolinmóð en ég er þrjósk. Svo fékk ég mér 2 spólur með Ágústu og sprikla - dýrunum til skemmtunar- í stofunni hahahaha ...

Ragnheiður , 1.10.2009 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband