Ég fór í alvörunni uppá fjall !!

Ég sem geng bara á jafnsléttu því Álftanesið er allt lárétt og ég geng ekki út fyrir það. En heppnin var með mér í gær og ég fór með 3 skemmtilegum fjallageitum uppá Mosfell. Já ég veit að fjallið nær ekki 300 metrum en það er fjall engu að síður.

Veðrið var gott, fyrir utan smá rok, gott útsýni yfir höfuðborgina og í allar áttir. Þessar fjallageitur hafa gengið uppá hvert fjallið á fætur öðru, með fjallabók í hanskahólfinu, sem þær merkja í.

mosfell, kýrgilmosfellmosfell 31.júlí 010En útiveran og góður félagsskapur er stórt atriði og ég skemmti mér vel.

Þegar komið var heim, þá var sá fimmtugi að grilla - unglingurinn, Nonni bróðir og mamma öll að gera klárt svo við Gréta gengum eiginlega beint að þessu frábæra matarborði.

Ís með sýrópi og rjóma í eftirmat  - þarf einhver að passa línurnar Halo - nei ekki sú sem fær sér svo bláberjagraut með rjóma í morgunmat Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband