Það voru 13 krakkar sem tóku þátt í þessum tónleikum og spiluðu sín eigin lög. Það er alveg merkilegt hvað þau geta samið flotta músik - alveg sjálf. Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar - set inn mynd af krökkunum - Ívar sonur minn er í öftustu röð til vinstri. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram hvað hann var flottur, spilaði sitt lag bæði á píanó og þverflautu. Þegar hann spilaði á þverflautuna hafði hann undirspil á geisladiski sem hann tók upp sjálfur, og spilaði sjálfur á öll hljóðfærin; hljómborð, bassa og trommur.
Hin myndin er af Ívari með flautukennaranum; Lindu Margréti (til vinstri) og Sveinbjörgu skólastjóra, en hún spilaði undir á píanó þegar hann tók 5. stigið á þverflautuna um daginn. Núna er hann að æfa sig fyrir 4.stigið á píanóið, en hann tekur það próf í næstu viku.
Er það ekki merkilegt hvað manni finnst alltaf sinn fugl fallegastur?
Tónlistarskóli Álftanes er einstakur skóli að mínu mati. Einvala lið kennara og vel hugsað um nemendur. Allavega nýtur hann sín þarna, hann Ívar.
Flokkur: Tónlist | Miðvikudagur, 18. mars 2009 (breytt kl. 22:32) | Facebook
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann er flottur strákur og ekki er hann minn fugl nema þá bara nágrannafugl hehe
Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 22:32
þú þarft nú að hlusta á trommu-sólóin frá þessum nágrannafugli. Ég er viss um að það ómi yfir til þín - sérstaklega ef hann hefur opinn glugga. Hin hljóðfærin eru hljóðlátari.
Sigrún Óskars, 18.3.2009 kl. 22:36
Ég hef heyrt það yfir, þá verða hundar alltaf undarlegir í framan í smástund. Svo hætta þeir að spá í hljóðinu og fara að sofa
Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 22:46
Ég bý í næsta húsi við stráka sem eru að læra einhver hávær blásturshljóðfæri. Sem betur fer batna þau með tímanum Duglegur strákur sem þú átt.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.3.2009 kl. 00:59
Flottir krakkar og strákurinn þinn er barasta snillingur.
Auður Proppé, 19.3.2009 kl. 05:24
Flottir og duglegir krakkar...;)) þú mátt vera stolt af syni þínum...;D
kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 19.3.2009 kl. 11:31
Frábært þegar krakkar læra að meta tónlist. Það er svo gott að tjá sig í gegnum hana. Flottur strákurinn þinn, en á móti kemur að hann hefur ekki langt að sækja það.
Knús á þig elskan mín
Tína, 21.3.2009 kl. 10:21
Það er svo mikil útrás lika í gegnum söng og tónlist.
Góða helgi elskuleg ;)
Aprílrós, 21.3.2009 kl. 16:58
Mér finnst yndislegt þegar krakkar kunna að meta tónlist. Flottur strákur sem þú átt og ekki óeðlilegt að þér þyki hann flottastur
Mér finnst allavega mín börn flottust í heimi!!!
En ég saknaði þess að sjá þig ekki síðasta föstudag en þá fékk ég að fylgjast með tveim aðgerðum. En það var tekið vel á móti mér og var hún ,,Tóta" virkilega yndæl...Bestu kveðjur.....
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 08:26
Flottur, peyjinn þinn - hann á náttúrulega ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 14:01
Flottir krakkar, mátt vera stolt af peyjanum þínum!
Sigríður Sigurðardóttir, 24.3.2009 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.