Ég geri ekki svona magaæfingar - þær eru leiðinlegar!

Gæinn sem var að kenna mér á tækin í Hress horfði á mig eins og ég væri skrítin þegar ég sagði honum þetta. Ég geri í alvörunni ekki æfingar sem mér finnst leiðinlegar - o.k. hann hafði aðrar leiðir fyrir mig, eitthvað tæki sem reynir á magannfrá öllum hliðum. Blessaður drengurinn sem átti að kenna mér á tækin, gera eitthvað plan fyrir mig allt fyrir 15oo kr. Hann hafði engan sérstakan áhuga á þessu, gerði bara eitthvað, kallaði mig Sigríði (sagði honum hundrað sinnum að ég héti Sigrún) og spurði hvort ég væri komin til að létta mig. Varð smá móðguð því ég hélt að ég væri í kjörþyngd. Þegar hann rétti mér svo blaðið með æfingunum þá stóð SIGRíÐUR. Aumingja þessi Sigríður sem þarf að gera þessar æfingar. Ég geri bara það sem mér finnst skemmtilegt.

Annars gengur mér bara vel, reyklaus - dagur 3 og feðgarnir ennþá á lífi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gangi þér vel Sigrún mín

Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 21:09

2 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Líkamsrækt á að vera skemmtileg en ekki kvöð...en gangi þér rosalega vel Sig(ríður)rún mín hehehehe...ég bara varð... kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 3.9.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Fyrirgefðu Sigrún mín, að ég skyldi skrópa í magaæfingarnar mínar í dag....svo þú hefur bara bæði fengið nafnið mitt og æfingarnar mínar.  Er viss um að "Sigríðarmagaæfingar" eru langleiðinlegustu magaæfingar sem til eru.

  Frábært hjá þér að vera reyklaus í dag, og ég óska feðgunum innilega til lukku fyrir að hafa lifað daginn af.

  Gangi þér vel.

Sigríður Sigurðardóttir, 3.9.2008 kl. 21:24

4 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

jessss ég stend með þér, gerum bara það sem okkur finnst skemmtilegt, engar kvaðir hér takk fyrir, (nema við setjum þær sjálum okkur til handa)

til lukku með dag þrjú, stendur þig vel.  knús frá Ísafirði

Sigrún Sigurðardóttir, 3.9.2008 kl. 22:02

5 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Við erum flottastar í reykbindi

Gangi þér vel:)

Kolbrún Jónsdóttir, 3.9.2008 kl. 22:04

6 Smámynd: Ragnheiður

Já og rúðurnar eru allar heilar á hliðinni sem snýr að þér. Hehehe....en þú ert dugleg

Ragnheiður , 3.9.2008 kl. 22:59

7 Smámynd: Tína

hahaha þarna varstu heppin að vera ekki í þjálfun hjá Önnu systir  Hún hefði sko ekki leyft þér að komast upp með þetta og áður en þú hefðir vitað af þá værir þú farin að gera svona æfingar. En ég segi að það er ekkert verra en þjálfari sem hefur ekki áhuga og finnst þetta nánast vera tímasóun. Tala nú ekki um þegar hann getur ekki einu sinni drullast til að muna hvað þú heitir!!!!!

Gangi þér annars þrusu vel tjelling. 1000 kossar inn í magaæfingalausa daginn þinn krútta.

Tína, 4.9.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband