Tímamótasamningur fyrir stúdenta!

Stúdentaráð virðist hafa himin höndum gripið - Atlantsolía ætlar að gefa stúdentum 1,82% afslátt af bensíni (3 kr. afsláttur af 164,10 kr = 1,82%). Til að toppa grínið þá gefa furstarnir stúdentum pulsu og kók í dag. Mér finnst þetta hálfgerð niðurlæging að tala um tímamótasamning , ef um væri að ræða alvöru afslátt t.d. 10 - 15 % , þá væri fyrirsögnin í lagi - en ekki þegar um er að ræða 1,82% afslátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

jæja segðu...bara hneisa.. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 4.9.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það munar um allt fyrir fátækan námsmann

Hólmdís Hjartardóttir, 5.9.2008 kl. 01:58

3 Smámynd: Tína

Tek undir með Hólmdísi. En hvernig gengur þér annars í átakinu krútta? Og hvernig ganga reykbindindin? Leyfðu okkur endilega að fylgjast með elskan mín.

Eigðu skemmtilega helgi kona góð.

Tína, 5.9.2008 kl. 08:30

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Auðvitað munar um allt fyrir fátækan námsmann - en kommon stelpur - að bjóða minna en 2% afslátt.

Tina - dagur 6 reyklaus - gengur bara vel hjá minni

Sigrún Óskars, 6.9.2008 kl. 15:41

5 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

Það eru fleyri námsmenn á ferðinni heldur en bara stúdentar, hvernig væri að gefa þeim afslátt líka ????  Eins og til dæmis Menntaskólanemum utan af landi sem þurfa að fara að heiman til að mennta sig.....

Sigrún Sigurðardóttir, 7.9.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband