Það er stór dagur í dag

Í dag er ég hætt að reykja

og líkama og sál að veikja

Það er mikil líkn

að vera laus við þessa fíkn

og þurf‘ekki  í rettu að kveikja

 

Á einu almanaksári

laus úr nikótínfári

er það einföld stærðfræði

ég 200 þúsund græði

já bara á einu ári

 

Ég verð ekki brjáluð í skapi

né köfnuð í spiki og skvapi

því „bókin“ mig fræddi

heilaþvott græddi

að verða ekki fíkniefna-api

 

Ég bið ykkur bloggheimur góður

sem er um svo margt fróður

að gefa mér ráð

í góðan jarðveg verður sáð

þar sem ekki vex nikótíngróður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Shit hvað ég þyrfti að gera þetta....hef engin ráð mín kæra

Ragnheiður , 1.9.2008 kl. 17:52

2 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju ;) Og veistu ! ég gleymdi að fara í söngprufuna hehehe.

Aprílrós, 1.9.2008 kl. 19:02

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún ég ætla að halda áfram enn um sinn

Hólmdís Hjartardóttir, 1.9.2008 kl. 20:13

4 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Ég hætti í des í fyrra en sprakk í feb síðastliðin. En þetta tekst hjá mér þegar þar að kemur. En gangi þér rosalega vel með þetta.  kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 20:54

5 Smámynd: Tína

Gangi þér hrikalega vel með þetta. En ég er hef því miður engin ráð handa þér. En ég mun fá þau hjá þér þegar kemur að því að ég hætti.

Knús á þig krútta.

Tína, 2.9.2008 kl. 07:23

6 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Frábær vísa...en sorry, hef aldrei reykt svo mitt eina ráð er:

  Drepa í og "kveikja ekki aftur í þann daginn".....einn dag í einu.

  Baráttukveðja,  Sigga.

Sigríður Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 12:19

7 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

Ég skal þyggja ráð hjá þér þegar að því kemur en eins og Sigríður segir ''einn dag í einu,,

Sigrún Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 19:07

8 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 3.9.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband