Kundalini jóga

Ég vann tvo tíma í kundalini jóga hjá Ljósheimum. Er að hugsa um að skella mér og prófa..... þetta ku gera manni gott Smile

Á heimasíðu Ljósheima www.ljosheimar.is er eftirfarandi fróðleikur um Kundalini jóga:

"Kundalini jóga er stundum kallað jóga vitundar.  Það er kraftmikið og skjótvirkt og kemur jafnvægi á innkirtlastarfsemi þína, styrkir taugakerfið og gerir þér kleift að virkja orku huga og tilfinninga. Kundalini jóga styrkir einnig hjarta og æðakerfið og hefur góð áhrif á meltinguna."

"Kundalini jóga vísindin tvinna saman andardrátt, handstöður, augnfókus, möntrur, líkamslása og líkamsstöður á mjög ákveðinn og meðvitaðan hátt en það kemur á jafnvægi milli líkama, huga og sálar."

"Kundalini jóga er fyrir venjulegt fólk sem þarf að takast á við verkefni dagsins, vinnu, fjölskyldu og áreiti nútímans.  Allir geta iðkað Kundalini og krefst þess ekki að fólk breyti neinu í sínu daglega lífi."

"Kundalini orkan býr í hverju okkar en liggur í dvala við neðsta hryggjarliðinn hjá flestum.  Þessa orku er unnið með í kundalini jógatíma og hún látin rísa upp hryggjarsúluna.  Þegar það gerist gefur það okkur dýpri tengingu við okkur sjálf auk þess sem það eykur áhrif alls sem við gerum í tímanum."

Eigið góða helgar-rest Kissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband