sími er ekki sama og sími.....

Ég er búin að eiga "venjulegan" síma sem er bara sími; ekki myndavél, ekki GPS tæki, ekki útvarp ... og svo videre. Þar til ég fékk nýja símann, sem er með ÖLLU og meira til.

En hann fer svo í taugarnar á mér að það hálfa væri hellingur Tounge.

Sonur minn á eins síma og hann er draumur í dós ( eins og sonurinn). Hann getur stillt sinn síma á GPS eitthvað og þá mælir síminn vegalengdina sem maður labbar, segir manni tímann og meðalhraða og alles. 

Minn sími gerir þetta ekki eins auðveldlega - þetta er samt sama sort Nokia eitthvað voða fínt. 

Það tók steininn úr í dag þegar ég ætlaði að mæla vegalengdina frá hliðinu hjá Seilu og heim, ég veit svo sem að þetta eru 2 km en langaði allt í einu að sjá það. Þá DÓ síminn - þetta var to much fyrir hann. Síminn lifnaði að vísu við þegar ég kom heim (því miður). Þetta er of dýr og fínn sími til að henda honum - ætli hann endi bara ekki hjá þeim fimmtuga - hann á gamlan síma.

Með öðrum orðum - ég vil bara síma sem er bara sími Cool svo er ég bara með iPodinn minn og þarf ekkert að vera nota GPS. Fer bara inná kortavefinn hjá www.ja.is og mæli það sem ég þarf að mæla.

Eigið góða viku Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

æj..haha ég einmitt fer alveg í vitleysu ef ég þarf að skipta um síma. Kann ekkert á þann nýja lengi og er yfirleitt nýfarin að venjast honum þegar kemur að næstu skiptum.

Skiptin eru svo ört vegna þess að ég fæ nýjan þegar Steinar skemmir sinn, sem er oft.

Ragnheiður , 21.3.2011 kl. 20:52

2 Smámynd: Aprílrós

um að gera að skipta bara við þann 50-uga Góða helgi Sigrún mín

Aprílrós, 2.4.2011 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband