..... og ég sem hélt að ég yrði ekki langlíf !!

en samkvæmt þessari nýju rannsókn verð ég sko langlíf;

- tek þétt í höndina á fólki

- stend hratt uppúr stól 

- get haldið jafnvægi á einni löpp, þegar ég er að teygja á lærvöðvum.

Það er eins gott að þessi rannsókn sé vel unnin og "alvöru"

en by the way hugmyndaflugið hjá þessum vísindamönnum í London, ég segi bara ekki annað.

 

Heartsendi ykkur öllum knús og kveðjur.


mbl.is Sterkt handaband tengt langlífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég held að þetta hljóti að vera ein af þessum gervirannsóknum sem Arnar Pálsson erfðafræðingur hefur gagnrýnt á blogginu sínu. Niðurstöður sem byggja á fyrirfram ákvarðaðri tengingu við ákveðið atriði (hér langlífi) og tilviljunum er ekki mikils virði.

Vendetta, 12.9.2010 kl. 08:42

2 Smámynd: Vendetta

Þétt handarband oft tengt persónuleika fólks og viðhorf. Fólk sem er mjög feimið og óframfærið og fólk sem hefur gerlafælni tekur yfirleitt ekki mjög fast í höndina á fólki. Það væri upplagt að álykta að óframfærið fólk yrði langlífara en þeir sem kasta sér út í alls konar lífshættur og að fólk sem forðaðist óhreinindi og smit yrði langlífara en þeir sem sýkjast hvað eftir annað. Það væri amk. eðlilegra að álykta þannig heldur en að tengja handabandsstyrk beint við líkamlega heilsu (að undanteknum þeim sem þegar liggja á dánarbeði og eru of máttfarnir til að grípa þéttingfast.

Ég held að þessi "rannsókn" sé álíka og þeirri sem sýndi beint samband milli nefstærðar á karlmönnum og typpalengdar eða þeirri sem sýndi að efnasamruni (fusion) gæti átt sér stað í stofuhita. Síðastnefnda "rannsóknin" þótti svo mikil hneisa (enda kolröng niðurstaða vegna mælivillu), að það heyrðist neitt framar frá þeim tveim eðilisfræðingum sem stóðu fyrir henni. Sami álitshnekkir bíður örugglega þessara brezku "vísindamanna", þegar upp kemst að kenning þeirra er álíka haldbær og lithimnugreining.

Vendetta, 12.9.2010 kl. 09:02

3 Smámynd: halkatla

úff ég labba hægt og er oft einsog hundrað ára þegar ég stíg uppúr stólum, en ég hef betra jafnvægi en flestir og stirðleikinn við að standa upp úr stólum gæti stafað af því að ég sit þar oft klukkutímum saman í stellingum sem fæstir ráða við - en handartakið mitt er frekar veikt, svo ég veit ekki hvernig þetta fer...

halkatla, 12.9.2010 kl. 10:49

4 Smámynd: Vendetta

Pirrhringur: Samkvæmt þessari brezku "rannsókn", þá ertu dauðans matur. Hringdu strax og pantaðu pláss á líknardeild Landspítalans. En þú verður að hafa hraðan á, svo að þú endir ekki í líkhúsinu í staðinn, enda ertu dauðvona. Pantaðu gröf í Fossvogskirkjugarði svona til vonar og vara.

Vendetta, 12.9.2010 kl. 11:25

5 Smámynd: Sigrún Óskars

ég held að Pirrhringur geti alveg verið róleg/rólegur. Það er góða jafnvægið sem reddar þessu

þetta er náttúrulega bara "grín" þessi rannsókn - svo geta þýðingar Mbl verið vitlausar - sbr þegar Mbl sagði frá því að insúlínið væri framleitt í  þindinni.

Sigrún Óskars, 12.9.2010 kl. 12:21

6 Smámynd: Ragnheiður

haha ég er þá bara hálf - dauð. Ekkert góð upp úr stól en tek fast í hendur hehe

Ragnheiður , 12.9.2010 kl. 16:58

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Ragnheiður, þetta með handtakið er aðal - allavega skv grein Mbl.

Sigrún Óskars, 12.9.2010 kl. 23:11

8 Smámynd: halkatla

Við skulum bara öll halda niður í okkur andanum milli vonar og ótta.... ;)

halkatla, 13.9.2010 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband