pílagrímsför á Snæfellsnes.....

Árlega fer ég á Snæfellsnesið - það er svo fallegt þar og maður kemur endurnærður til baka. 

Fyrst er farið að bænum Ölkelda, en þar fær maður sér ölkelduvatn úr krananum, sem ábúendur hafa komið upp og er opið almenningi. Ölkelduvatn er öðruvísi á bragðið en venjulegt vatn og þykir mjög hollt. (ég gleymdi að taka mynd af krananum)

Steinafjaran mín við Langaholt er næsta stopp en þar eru fallegir steinar og magnað

öldugangur

brim. Ég get setið endalaust og horft á sjóinn. Ég get líka endalaust handfjatlað fallegu steinana og horft á kríurna. en á þessum tíma hefur maður regnhlíf með sér - tilbúin þegar krían kemur og "hneggjar" fyrir ofan hausinn á manni.

 

 

 

Kaffihúsið á Hellnum; Fjöruhúsið er besta kaffihús á Íslandi!! Kökurnar þar eru örugglega

kakan mín bakaðar af kærleik því þær innihalda kærleikskaloríur og maður fitnar ekki af þeim.  Svo spillir umhverfið ekki. Gulrótarkakan er guðdómleg.

 

 

 

Djúpalónssandur er magnaður staður - brim og steinar. Lukkusteinarnir mínir finnast akkúrat þar; litlir sléttir ávalir steinar - og auðvitað setti ég nokkra í vasann.

ég að skoða
 steina

 

samlokan  mín

Svona dagsferð er svo skemmtileg, borða nestið við "borðstofuborðin" sem eru mjög víða. Ég er bara með gott nesti á svona ferðum, skinka- ostur-spínat og snakk á samlokuna. Prófið einhvern tímann að setja snakk (t.d. pringles) á samlokuna - það er æðislega gott.

 

Nú er maður endurnærður eftir svona ferð og tilbúin í "vinnuharkið" !! Það er endalaus orka á Snæfellsnesinu - nóg fyrir alla sem vilja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

snakk á samlokuna segirðu - það á ég eftir.

Ég þarf að komast vestur í sumar, það er ljóst

Ragnheiður , 20.6.2010 kl. 16:09

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Algjörlega sammála þér með Snæfellsnesið, mér líður alltaf svo vel þar

Ásdís Sigurðardóttir, 22.6.2010 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband