Færsluflokkur: Fjármál

Halló! þeir hækkuðu aftur - líterinn kostar 186,80 kr.

Það var vitað mál að nú færu þeir að hækka bensínið vegna hækkunar á "heimsmarkaðsverði". Ég var búin að sjá þessa hækkun - enda fylgist ég með verðinu á olíunni (linkur hér til hægri)

Olís var fyrst að hækka - hækkaði um 4 kr. Svo kom N1 sem hækkaði strax um 5 kall - þá gátu Olísmenn ekki verið með lægra bensínverð og hækkuðu um 1 kr. til viðbótar. Shell á eftir að hækka - gera það pottþétt líka.

Merkilegast við þetta er að á sama degi hækka allir risarnir og um sömu krónutölu. Er þetta samkeppni. Nei ekki að mínu viti. Það er líka merkilegt að allri risarnir sjá ástæðu til þess að borga símum forstjórum meira en 2 milljónir á mánuði í laun.

Það er margt merkilegt í þessum bransa. OB auglýsir og auglýsir 2 kr. lækkun og það sem meira er 5 kall í lækkun per lítra í fyrsta skipti. Það gera 250 kr á 50 lítra tank - þvílíkur sparnaður - heilar 250 krónur.

Ef ég keyri 20,000 km á ári - bíllinn eyðir 10 lítrum á 100 km þá kaupi ég 2,000 lítra á ári. Samtals spara ég því 4,000 kr. á ári með því að nota einhvern dælulykil. Það er auðvitað 4,000 kall en mér finnst þetta ekki nóg.

Annars get ég endalaust æst mig yfir þessum olíufélögum - skil ekki hvað þau komast upp með!


mbl.is Olís hækkar eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vona að eitthvað verði eftir fyrir mig ef......

.........  mér verður sagt upp á næsta ári. Þá á að segja upp 450 - 500 manns á LSH og ég get verið í þeim hóp eins og hver annar. Samt trúir maður því ekki. Ég trúi ekki að það eigi að leggja á hliðina allt það sem byggt hefur verið upp á LSH og skerða eigi þjónustu svona mikið.

En eitt er ég samt ánægð með - það er viðurkennt að þjónustan skerðist. Lengi hefur verið talað um að þjónustan eigi ekki að skerðast en nú er ekki hægt lengur að fara í felur með það. 

Mér finnst einnig mjög nauðsynlegt að spítalinn eigi að skilgreina hvaða þjónusta verður í boði - og hvað ekki.

Á morgun ætlar framkvæmdastjóri hitta okkur á minni deild ásamt mannauðsráðgjafa. Ég er með margar spurningar til þeirra - en þorir maður að spyrja spurninga? Þorir maður að segja sitt álit? Fer maður þá kannski efst á uppsagnarlistann?

Ef ég fæ að vita hvað mannauðsráðgjafi er og hvað hann gerir á LSH, þá segi ég ykkur, þ.e. ef ég þori að spyrja.

 


mbl.is 25 milljarðar í atvinnuleysisbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

verðmerkingar vs verð

Fór með þeim fimmtuga í  Krónuna, vorum bara að athuga hvort Krónan væri betri en Bónus. Við keyptum eins lítra kók og Trópí Tríó, en þetta fæst ekki lengur í Bónus. Báðar þessar vörur voru vitlaust verðmerktar miðað við það sem við borguðum. Kókið átti að kosta 15o kr. stykkið en kostaði 165 á kassa, Trópíið átti að kosta 188 kr. pakkinn en kostaði 225 kr. á kassa.

Skoðið alltaf miðann þegar þið verslið Wink gætið grætt á því.

Enginn smá munur þarna á ferð - enda fór sá fimmtugi og fékk endurgreitt. Förum ekki aftur í Krónuna allavega ekki þessa við höfnina í Hafnarfirði. Algjörlega óþolandi svona vitleysa. En þetta kemur nú fyrir í Bónus líka. Held að hann fari áfram í Bónus um helgar og versli fyrir vikuna - svo fer ég í Fjarðarkaup þess á milli. Fjarðarkaup er einhvernvegin alltaf besta búðin - heiðarlegust og vöruúrvalið það besta. Allavega fæst þar mikið úrval af grænmeti og ávöxtum, sem ekki fæst í Bónus, t.d. graskerið, sem er algjörlega ómissandi.

Góða helgi elskurnar og verið góð við hvort annað Heart 


Ég er með hugmynd af sparnaði í ríkisrekstrinum!

Núverandi hugmyndir sem miða að því að segja upp fólki og hræra í vaktakerfinu sparar kannski eitthvað - en þjónustan kemur þá til með að minnka til muna. Þar fyrir utan verður ekkert hrært í neinu hjá "sumum". Ég er með einfalda leið sem kannski mundi minnka bilið á milli þeirra allra lægstu og allra hæstu - eða hvað? Alla vega gengur þetta yfir alla - ekki bara þá sem vinna á gólfinu.

Strípuð launalækkun á laun yfir 350 þúsund finnst mér vera raunhæfur kostur. Ekki hreyfa við lægstu laununum. Þetta þýðir að yfirvinna og vaktaálag lækkar líka.

yfir 350.000 = 10% lækkun

yfir 700.000 = 15% lækkun og

yfir 1.000.000 = 20% lækkun

þetta myndi spara heilan helling - er einfalt í sniðum, en þyrfti að vera tímasett - t.d. í eitt ár í senn.


Bensínverð hefur LÆKKAÐ um 10% í dag - nema á Íslandi þar hækkar það

Nú þurfa olíukóngarnir að svara fyrir þessa verðhækkun, ekki spurning. Síðan í desember hefur dollarinn hækkað úr 122 kr. í 129 kr. og verð á olíutunnunni hefur LÆKKAÐ úr 44,5$ í 33,7$. Þannig að dæmið gengur ekki upp. 

Olíutunnan kostar 4347,3 ísl.kr. í dag en í desember s.l. kostaði hún  5,429 ísl.kr.

Skilur einhver hvers vegna bensínverð hækkar á Íslandi? Ekki ég Devil

Hvar er talsmaður neytenda? Og hvar er samkeppnisráð? Skeljungur og N1 hækka í dag - nota þeir sömu formúluna? Hækkar Olís þá í kvöld eða á morgun.

Við þurfum ekki þrjár stórar olíustöðvar með allri þessari yfirbyggingu. Þetta er rán og ekkert annað Bandit

Nú verðum við að segja STOPP.


mbl.is Verð á eldsneyti hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband