Færsluflokkur: Lífstíll
Ég er fegin því að við búum ekki í Como á Ítalíu, því þar er sektað fyrir að laga á sér tólin úti á götu, samkvæmt nýjustu fréttum í 24 stundum. Hrædd um að feðgarnir væru blankir ef við byggjum þar, svo og margir íslenskir karlmenn. Þegar bretinn flutti til okkar í haust þá tók ég eftir því að það þarf líka að laga bresku tólin.
Hvað skildi sektin vera há?
Lífstíll | Laugardagur, 1. mars 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þar sem ég var að klára lopapeysuna loksins þá ákvað ég að kaupa mér garn í vesti. Já hvernig vesti vantar mig? Fór inní skáp að gá og komst að því að ég á 15 vesti fyrir utan leðurvestið gamla sem ég fer aldrei í. Mig vantar sem sagt ekki vesti. En fór samt í Hannyrðaverslunina á Garðatorgi, sem er besta garnabúðin í heimi og keypti garn í peysu. Maður getur alltaf á sig peysu bætt. Nenni ekki að telja peysurnar mínar. Það er bara svo gaman að prjóna og skemmtilegast er að búa til munstur og finna út hvernig peysan á að vera.
Þetta er náttúrulega ekki eðlilegt að eiga svona mikið af fötum. Fötin mín gætu dugað þremur konum, samt má engu henda. Ég á nú samt bókina sem kennir manni að henda og láta frá sér hluti, ætti kannski að lesa yfir hana aftur.
Lífstíll | Fimmtudagur, 14. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sagt er að Bandaríkjamaður einn hafi verið staddur við höfnina í litlu sjávarþorpi í Mexíkó. Hann sá lítinn bát koma inn. Einn maður var um borð og margir stórir túnfiskar. Bandaríkjamaðurinn spurði fiskimanninn hve lengi hann hefði verið að veiða þetta. Smástund, var svarið.
Af hverju veiddir þú ekki meira? Ég hef ekkert að gera við meira, sagði fiskimaðurinn, þetta nægir fjölskyldunni minni vel. Hvað gerir þú þá við tímann? Ég lifi góðu lífi, sagði fiskimaðurinn. Ég sef frameftir á morgnana, fiska dálítið, leik mér við börnin mín, tek "siesta" með konunni, rölti niður í þorpið á kvöldin og fæ mér vínglas og leik á gítar með vinum mínum. Ég get gefið þér góð ráð sagði Bandaríkjamaðurinn. Ég er með MBA frá Harvard. Þú átt að veiða meira. Þá færð þú meiri afla og getur keypt þér stærri bát og þá veiðir þú enn meira. Síðan getur þú keypt heilan flota af bátum og þá ertu ekki lengur háður því að selja í gegnum milliliði en getur verslað beint við verksmiðjurnar, sett upp verksmiðjur og jafnvel ráðið markaðnum. Þá getur þú ekki lengur búið hér en flytur til stórborgar eins og td. New York. Hvað tekur þetta langan tíma? spurði fiskimaðurinn. Svona 20-25 ár. En hvað svo? spurði fiskimaðurinn.-
Þá kemur stóra stundin, sjáðu til. Þú breytir fyrirtækinu í hlutafélag og ferð á verðbréfamarkað og selur og stendur uppi með margar millj.dollara.- Já, sagði fiskimaðurinn en hvað svo? Bandaríkjamaðurinn varð dálítið hugsi en sagði síðan: Þá flytur þú í lítið fiskiþorp, sefur frameftir á morgnana, fiskar dálítið, leikur við börnin, tekur "siesta" með konunni, röltir á kvöldin niður í þorpið og færð þér vínglas og leikur á gítar með vinum þínum.!!!
Lífstíll | Mánudagur, 11. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú eru æfingabúðir hjá kórnum um næstu helgi og þemað verður disco tímabilið. Ég er alveg lost og man ekkert hvernig klæðnaður var þá, enda hef ég verið hippi allt mitt líf. Er einhver sem getur hjálpað mér og upplýst mig.
Æfingabúðirnar verða bara skemmtilegar enda eru bara skemmtilegar konur í Kvennakór Hafnarfjarðar. Það verður mikið sungið, mikið hlegið og mikið etið. Verð að kaupa mér carmel bjórinn sem heitir að vísu Newcastle og er sá besti í bænum. Ég er svo lélegur drykkjumaður að sá bjór sem ég get drukkið er góður. (ég fæ ekki prósentur fyrir auglýsingu).
Lífstíll | Þriðjudagur, 5. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
London - New York - Auckland(Nýja Sjáland) - Bali - Singapore - London fyrir 760 pund (92.000 ísl.). Þetta finnst mér ódýrt en við þetta bætist flugvallaskattur. Þú ræður hvað þú stoppar lengi á hverjum stað og getur svo bara breytt dagsetningum ef þú vilt og svo getur þú ráðið hvorn hringinn þú ferð. T.d. að enda í New York og verslað (þ.e.a.s. ef maður á afgang). Svo eru ýmsar aðrar leiðir í boði.
Það er minnsta mál að fljúga langar leiðir, ferð bara í teyjusokka, drekkur vel af vatni, horfir á sjónvarpið (hver farþegi er með sinn skjá og getur ráðið á hvað hann horfir) og svo sefur maður bara restina. Hljóma ég eins og auglýsing? Nánari uppl. veittar.....................Nei, ég veit bara að það þarf ekki að vera dýrt að fljúga á milli staða, þ.e.a.s. þegar maður er kominn frá Íslandinu góða.
Lífstíll | Miðvikudagur, 9. janúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 83313
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar