Hvernig var maður klæddur á "disco" tímabilinu?

Nú eru æfingabúðir hjá kórnum um næstu helgi og þemað verður disco tímabilið. Ég er alveg lost og man ekkert hvernig klæðnaður var þá, enda hef ég verið hippi allt mitt líf. Er einhver sem getur hjálpað mér og upplýst mig.

Æfingabúðirnar verða bara skemmtilegar enda eru bara skemmtilegar konur í Kvennakór Hafnarfjarðar. Það verður mikið sungið, mikið hlegið og mikið etið. Verð að kaupa mér carmel bjórinn sem heitir að vísu Newcastle og er sá besti í bænum. Ég er svo lélegur drykkjumaður að sá bjór sem ég get drukkið er góður. (ég fæ ekki prósentur fyrir auglýsingu). 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Jesús...ég man ekki hvernig það var. En góða skemmtun í æfingabúðunum. Sumir eru farnir að stökka yfir í innkeyrslu hjá þér, meiri aulinn hann Keli.

Kveðja úr Skógarhlíð

Ragnheiður , 5.2.2008 kl. 23:00

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Takk Ragnheiður, það verður gaman hjá minni um helgina.   Svo er hann Keli ekki auli. Hann er örugglega að reyna að hringja á bjöllunni og spurja eftir mér. Þetta truflar okkur allavega ekki, mín kæra.

Sigrún Óskars, 5.2.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Tiger

Minnir að stúlkurnar hafi nú verið dálítið sexy, hipp og kúl klæddar. Í stuttu mínípilsi, ermalausum hlýrabol með leggings og ennisband. Ég var nú í leðurbuxum eða rifnum gallabuxum og ætíð í hvítum bol eða svörtum - eða þetta minnir mig.. skemmtu þér vel í diskóæði hippastelpa.

Tiger, 6.2.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Glimmer og leggings og víðar glitrandi mussur  með stórum axlapúðum.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.2.2008 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband