Færsluflokkur: Lífstíll
Þegar ég elda þá elda ég eftir litum - finnst gott að hafa fallega liti í matnum.
Þetta er t.d. mitt uppáhald:
Grasker, gulrætur, rauð paprika, brokkolí, hvítlaukur. Bollurnar eru grænmetisbollur (úr Fjarðarkaup). Krydda með villijurtum frá Pottagöldrum.
Góður matur - fallegur á litinn.
Lífstíll | Miðvikudagur, 15. apríl 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrir það fyrsta þá er vorið komið í alvörunni - ég sá lóuna í dag. Hún var að spóka sig í túninu hjá Bessastöðum.
Svo í öðru lagi þá eru bara flestir hættir að blogga eða búnir að læsa blogginu sínu. Hvað er að gerast? Kannski Facebook Mér finnst bloggið skemmtilegra - það eru víst ekki margir á sama máli. Þeir sem blogga - þeir blogga allir um það sama - styrkina - kreppuna - stjórnina..........
Hvar eru þeir sem blogga um lífið og tilveruna? Ég bara spyr?
Í þriðja lagi þá var kvöldverðarborðið ekki "kreppulegt" á mínu heimili. Hamborgarahryggur fyrir fleiri en okkur þrjú. Sem er ekki gott því þá verð ég á kafi í afganginum á morgun. Það þýðir bara eitt: Barbamömmu syndromið = verð eins og Barbamamma í laginu.
Hafið það gott yfir páskana elskurnar
Lífstíll | Laugardagur, 11. apríl 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Reimi á mig Scarpa skóna, set upp sólgleraugun og fer í rauðu úlpuna. Held út á hlað, heilsa rauða sjarmörnum honum Rómeó í næsta húsi og arka svo niður að fjörunni. Sólin skín og sjávarilmurinn kemur á móti mér. Sjórinn er rólegur, liðast upp í fjöruna svona í sunnudagsfíling. Þegar lengra út á eyrina er komið finnur maður lyktina frá hrossaskítshaugnum, sem minnir mann á vorverkin í garðinum, en þangað sæki ég skít á vorin. Ennþá skín sólin og smá andvari blæs framan í mann, gæsirnar í rólegheitum í grasinu, líta upp og horfa á konuna í rauðu úlpunni og heilsa. Þegar ég er komin út fyrir flotbryggjuna sem reyndar er uppí fjörunni þá fer ég ofan í fjöruna og kíki eftir selunum. Einn selur skýtur upp hausnum og heilsar kurteisislega. Alltaf finnst mér gaman að hitta þá, eru eitthvað svo mikið krútt með stóru augun sín. Tjaldurinn er kominn til landsins og liggur í sandinum á meðan blikinn og æðakollan svamla um í sjónum. Við hliðið út á Bessastaðanesið sný ég við og labba í fjöruborðinu til baka. Nýt þess að finna sjávarilminn, horfa á fuglanna og selinn. Horfi líka til höfuðborgarinnar og er glöð að geta búið svona "útúr", smá sveitalegt og laus við skarkala borgarinnar.
Lífstíll | Sunnudagur, 5. apríl 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
.... já frúin fór í magadans. Dreif sig uppí Baðhús keypti kort á tilboði (15.000 kr. og gildir til 1. júlí) og stökk svo inní salinn þar sem kenndur var magadans. Þvílíkt hvað ég er stíf, var "létt" hallærisleg, en ég er bara byrjandi. Þessi magadans er víst mjög góður fyrir bakið og liðkar mann - vonandi.
Á morgun ætla ég í Afró. Hef einu sinni farið í Afró og það var mjög skemmtilegt - maður hleypir fram af sér beislinu og dansar undir dillandi trommuslætti. Hlakka bara til Svo er að byrja salsa danstímar í Baðhúsinu - prófa það örugglega líka.
Mín er sem sagt í "streitustjórnun" - dugleg að fara út að labba og er að toga upp sjálfsmatið - markmiðið er að vera ánægð með sjálfan mig að öllu leiti og meina það í alvörunni.
Lífstíll | Þriðjudagur, 31. mars 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
.......... er málið! Frúin er byrjuð með sjálfan sig í streitustjórnun - enda veitir ekki af. Vöðvabólgan er í sögulegu hámarki þessa daganna, bakverkir og þreyta. Af einhverjum ástæðum þá hef ég ekki farið út að labba síðustu vikur - kannski vegna kulda, leti...... alla vega þá gengu þetta ekki lengur. Það eru þrjú atriði sem ég þarf að taka fyrir: hreyfingin, sjálfsmatið og maturinn ( ná af mér 3 kg). Þegar þessi þrjú atriði eru í mínus þá verður streitan í plús. Þetta veldur bara þreytu, verkjum og vanlíðan.
Ég kann helling í streitustjórnun en samt tekur maður ekki í taumana fyrr en allt of seint. En nú er þetta verkefni sem sagt hafið og gengur bara vel.
Eigið góða helgi kæru vinir og verið góð við hvert annað og ekki síst góð við ykkur sjálf.
Lífstíll | Laugardagur, 28. mars 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
....... þegar ég var unglingur, að mamma og pabbi keyptu hæð í Norðurmýrinni. Á neðri hæðinni bjó einhver töffari með sítt að aftan og spilaði Slade og Queen af fullum krafti. Hann var "létt" hallærislegur fannst mér. Við urðum nú samt vinir og til að gera langa sögu stutta þá urðum við fáum árum seinna kærustupar
Í dag eru 32 ár liðin síðan við urðum kærustupar. Ég tel mig ljónheppna að hafa krækt í þennan töffara, sem er ennþá að spila Slade og Queen og er ennþá besti vinur minn. Við höfum einhvernveginn alið hvort annað upp, erum oft með ólíkar skoðanir og ólíkan smekk - komust samt alltaf að samkomulagi. Við eignuðumst líka tvö börn sem eru mjög vel "lukkuð". Alltaf hefur hann stutt mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur ( og ég hann sömuleiðis) og hann hefur aldrei reynt að breyta mér - leyft mér að vera "ég" - hippi með steina og prjónadót út um allt hús . Hann hefur líka fengið að vera með bækurnar sínar og tölvudót út um allt hús. Það er þægilegt að eiga alltaf sama manninn, ég veit nákvæmlega hvar ég hef hann og þekki hann út og inn.
Njótið hvers annars og þökkum fyrir það sem við eigum
Lífstíll | Þriðjudagur, 10. febrúar 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
...... og hugsaði hvort það væri hægt að deyja úr rolugangi og leti. Nennti ekki út , nennti ekki að laga til - sólin skein á stigann og undir hann þvílíkt ryk samankomið á einum stað.
Þá allt í einu koma fjórir myndarlegir og draga mig út. Ég rétt náði að klæða mig í lopann og snjóbuxurnar og reima á mig Scarpa. Setti svo þessa fjóra myndarlegu í eyrað (og heyrnartækið í hitt) og lagði af stað. Þetta voru Il Divo sem drógu mig út í sólina og sungu fyrir mig allann tímann . Þeir fara oft með mér út að labba - fínir göngufélagar. Það er annar myndarlegur sem dregur mig stundum út að ganga, en hann er blindur - ég þarf ekki að leiða hann, því hann er farin að rata svo vel um Álftanesið
Þegar ég kom inn þá skein sólin ekki lengur á stigann og ég sá ekkert ryk.
Lífstíll | Sunnudagur, 18. janúar 2009 (breytt kl. 16:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
........ fara í heita sturtu, svo beint í brenn heitt bað með unaðssöltum eða slakandi olíum? Liggja í baðinu, sem er undir súð, með kertaljós og hlusta á rokið. Fá sér svo kaffi með líkjör útí og ........... (já ég er ennþá að fá mér vindil). Maður sofnar svo eins og engill
Ég hef verið slæm í bakinu undanfarnar tvær vikur, tekið ibufen endalaust og þá er ég til friðs. Venjulega tekur þetta bara nokkra daga þegar ég fæ í bakið en núna.......... Ég vinn að vísu meira núna en venjulega - er í 100% vinnu - það er bara of mikið fyrir mig plús bakvaktir og yfirvinna. Þetta er af einskærri góðmennsku sem ég vinn 100% - hef alla mína starfstíð verið í 80% sem er bara nóg. Maður fær ekki svo mikið hærri laun fyrir fulla vinnu versus 80% að það sé á sig leggjandi.
En það reddar manni að eiga gott baðkar, baðolíur, kertaljós, líkjör og vindil.................
Lífstíll | Miðvikudagur, 14. janúar 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
...... hef ég náð mér í núna um jólin. Þá er ég að meina vaxtarlagið. Ég er eins og barbamamma í laginu í þessum töluðu orðum enda ekkert skrítið. Hamborgarahryggur, hangikjöt og lakkrís eru afleiðingarnar. Jú má ekki gleyma kökunum og vindlunum. Ég er sem sagt "dottin í það" - en eru ekki jólin? Það verður bara Núpó-Létt hristingur í dag, allavega fram að kvöldmat (Núpó-Létt er svo þvagræsandi).
Ég er búin að hafa það mjög gott, við fjölskyldan höfum verið að spila fram á nætur - hlegið og haft gaman. Svona á það að vera á jólunum; gleði, kærleikur og samvera. Ég var á bakvakt í gær og var ekkert kölluð út, það var sem sagt engin skurðaðgerð gerð í gær - sem betur fer.
Hafið það gott elskurnar og njótið alls þess sem þið hafið.
Jólaknús frá Barbamömmu
Lífstíll | Föstudagur, 26. desember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
..... komst að þessu þegar ég las blogg kollega míns og ég hef kennt reykleysinu um þetta. Síðan ég hætti..... þá hef ég verið kvefuð og hnerrað og hóstað eins og ég veit ekki hver.
Nú verður bara tekið á þessu og hugsað um eitthvað annað - aattsjúú
Hnerrandi kynlíf? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Laugardagur, 20. desember 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 83312
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar