Færsluflokkur: Samgöngur
NEI en það væri frétt ef lækkunin væri 8 krónur, sem væri í samræmi við verðlækkun erlendis og miðað við gengi dollars. Þeir eru bara að auka álagninguna hjá sér og eru samtaka í því.
Alltaf jafn skrítið að allir breyta verðinu hjá sér sama daginn og um sömu krónutölu......
ekki samráð - þeir eru bara samferða og samtaka - ekkert samræði hjá þeim
Skrítið hvað ég get látið þetta fara í taugarnar á mér
Eldneytisverð lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Miðvikudagur, 3. ágúst 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
...... allavega ættu þeir að geta það - nema þeir vilji hækka ennþá meira álagninguna hjá sér.
Ef skoðuð er staðan um miðjan júní þegar bensínverð var 236,3 kr. hjá Shell þá var olíuverð per tunnu svipað og nú og dollarinn var líka tæplega 117 kr.
Núna er bensínið 8 kr. dýrara þrátt fyrir sömu forsendur - þeir hljóta að lækka í dag.
Þessi færsla er í boði Pollýönnu
Olía lækkar í verði á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Þriðjudagur, 2. ágúst 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
....... eða hvað ??
Vissulega hefur olían hækkað aðeins - en dollarinn hefur lækkað aftur, það kallar Olís víst breyting á gengi krónunnar.
Mér finnst alveg undarlegt hvað olíufélögin á Íslandi hækka alltaf sama daginn, síðast 3. des.
Er næstum því hlynnt ríkisrekstri með bensín - minni yfirbygging, en þessi yfirbygging kostar sitt því olíu"furstarnir" hjá Olís, Shell og N1 eru allir með um 3 milljónir á mánuði í laun.
Kannski er verið að ná inn fyrir "jólabónus" ??
Hafið það gott og keyrið varlega, ekki gefa í...... það kostar meira
Olís hækkaði um 5 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Þriðjudagur, 7. desember 2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég gæfi mikið fyrir að skilja verðlagningu olíufélaganna á Íslandi.
Nú í dag hækka öll þrjú félögin bensínið sitt í sömu krónutölu (og uppá sama aur), akkúrat þegar olían hefur verið að lækka - sjá mynd. Það er líka linkur hér til hliðar þar sem hægt er að fylgjast með olíuverði.
Þetta kallast ekki verðsamráð - þetta kallast samkeppni.
Það er eitthvað sem ég skil ekki og líklegast mun ég aldrei skilja þetta.
góða helgi alle sammen og gangi ykkur vel í "spar"akstrinum
Lítilsháttar hækkun á olíuverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Föstudagur, 5. febrúar 2010 (breytt kl. 18:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það var vitað mál að nú færu þeir að hækka bensínið vegna hækkunar á "heimsmarkaðsverði". Ég var búin að sjá þessa hækkun - enda fylgist ég með verðinu á olíunni (linkur hér til hægri)
Olís var fyrst að hækka - hækkaði um 4 kr. Svo kom N1 sem hækkaði strax um 5 kall - þá gátu Olísmenn ekki verið með lægra bensínverð og hækkuðu um 1 kr. til viðbótar. Shell á eftir að hækka - gera það pottþétt líka.
Merkilegast við þetta er að á sama degi hækka allir risarnir og um sömu krónutölu. Er þetta samkeppni. Nei ekki að mínu viti. Það er líka merkilegt að allri risarnir sjá ástæðu til þess að borga símum forstjórum meira en 2 milljónir á mánuði í laun.
Það er margt merkilegt í þessum bransa. OB auglýsir og auglýsir 2 kr. lækkun og það sem meira er 5 kall í lækkun per lítra í fyrsta skipti. Það gera 250 kr á 50 lítra tank - þvílíkur sparnaður - heilar 250 krónur.
Ef ég keyri 20,000 km á ári - bíllinn eyðir 10 lítrum á 100 km þá kaupi ég 2,000 lítra á ári. Samtals spara ég því 4,000 kr. á ári með því að nota einhvern dælulykil. Það er auðvitað 4,000 kall en mér finnst þetta ekki nóg.
Annars get ég endalaust æst mig yfir þessum olíufélögum - skil ekki hvað þau komast upp með!
Olís hækkar eldsneyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Mánudagur, 19. október 2009 (breytt kl. 14:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Samkvæmt fréttum (visir.is) hefur verð á hráolíu rokið upp um 1,6 % og þá hljóta olíufélögin á Íslandi að hækka verðið. Hvað eigum við að segja - uppí 168,3 kr. lítrann? Bara að giska.
Þeir vita kannski ekki af þessari hækkun? Ætti ég að hringja í þá?
Heimild: http://www.visir.is/article/20080829/VIDSKIPTI07/34446605
Samgöngur | Sunnudagur, 31. ágúst 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar