Færsluflokkur: Dægurmál
........það er langt síðan ég komst að því að fyrir mig kostar þúsundir króna að heyra hvað þið hin hafið að segja. Í dag fór ég og skoðaði ný heyrnartæki - nýmóðins - með gerfigreind. Það þýðir að þeir sem eru gáfaðir fyrir (eins og ég) verða ennþá gáfaðri. Eitt slíkt heyrnartæki kostar 209.000 kr. ég endurtek - tvohundruð og níu þúsund krónur. Það er að vísu það besta sem völ er á.
Kannski ég skoði ódýrari, á ca 150.000 kr. það er svona meðaltæki og alveg nóg "til síns brúks".
En ég er í fastri vinnu og er örugg með að fá útborgað. Nú er gott að vera hjá Ríkinu, á sínum lágu tekjum, því atvinnuöryggið er algjört.
Dægurmál | Föstudagur, 10. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þessi fugl var í garðinum mínum þegar ég vaknaði í morgun. Er með rendur og bakinu og uppá haus og ljósan botn. Hann er aðeins stærri en hrossagaukur.
Þegar starrarnir komu í morgunmat, þá setti þessi rassinn upp og hausinn niður - einhverskonar varnarstelling. Hann breiddi út stélið (varð eins og blævængur).
Svo setur hann bara hausinn aftur á bak og leggur sig.
Veit einhver hvort þetta sé hrossagaukur eða hvað. Svo finnst mér hann ætti að vera farin til heitu landanna.
Dægurmál | Sunnudagur, 5. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Stúdentaráð virðist hafa himin höndum gripið - Atlantsolía ætlar að gefa stúdentum 1,82% afslátt af bensíni (3 kr. afsláttur af 164,10 kr = 1,82%). Til að toppa grínið þá gefa furstarnir stúdentum pulsu og kók í dag. Mér finnst þetta hálfgerð niðurlæging að tala um tímamótasamning , ef um væri að ræða alvöru afslátt t.d. 10 - 15 % , þá væri fyrirsögnin í lagi - en ekki þegar um er að ræða 1,82% afslátt.
Dægurmál | Fimmtudagur, 4. september 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Dægurmál | Sunnudagur, 10. ágúst 2008 (breytt kl. 23:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég og feðgarnir erum komin heim eftir hálfs mánaðar hringferð um landið. Höfðum meðferðis gott veður allann tímann ásamt lukku og velgengni. Höfðum pantað gistingu fyrirfram, bændagistingu, sem var alltaf til fyrirmyndar og ekki dýr. Við vorum í 6 daga á Illugastöðum í Fnjóskadal í þvílíku Spánarveðri að við þurftum að kæla heitapottinn til að geta kælt okkur í honum. Á eftir að segja betur frá ferðinni, sem var bara skemmtileg og setja inn myndir.
Það er alltaf gott að koma heim eftir velheppnað ferðalag. Húsið tók vel á móti okkur, enda höfðu Guðrún mágkona og Securitas passað það vel. Hlakka svo bara til að rótast í garðinum á morgun.
Dægurmál | Föstudagur, 1. ágúst 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Stjörnuspáin á mbl.is
Steingeit: Hvað ef þú gætir fært öllum blessun sem umkringja þig bara með því að vera til? Í sannleika sagt gerir þú það hvort sem þú reynir það eða ekki.
Maður færir bara öllum blessun hægri vinstri í sumarfríinu. Ekki lýgur mogginn
Dægurmál | Þriðjudagur, 15. júlí 2008 (breytt kl. 22:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á morgun er síðasti vinnudagur fyrir sumarfrí - jibbí jei! Það er sko kominn tími á mína að fara í frí. Annars er ég að telja dagana þangað til Elskulegi flakkarinn minn kemur heim - 11. ágúst. Hún er búin að þræða Asíu - eða réttara sagt búin að hjóla um Asíu síðan í janúar. Það er svoooo langt síðan ég sá hana og gat knúsað hana, en nú styttist óðum. Bretinn kemur með henni, en þau eru saman á þessu flakki, sem betur fer. Mér finnst betra að hún sé ekki ein - líður einhvernveginn betur að hafa þau saman. Núna eru þau á Mekong sléttunum; sjá www.hvarerdisa.com
Ég get sagt ykkur að ég ætla bara að hafa það gott í fríinu, komin með glæpasögur (P. Cornwell) og hef fullt að prjóna. Kaffihúsin, bækurnar, prjónarnir, kókosbollurnar og góða veðrið - allt handan við hornið - fyrir mig. Svo eru feðgarnir líka í fríi. Er annað hægt en að vera hamingjusamur.
Dægurmál | Mánudagur, 14. júlí 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
sól og logn á Álftanesinu í kvöld. Var úti í garði að lakka steina og hlustaði á malið í sjónum. Einstaka kría flaug yfir og söng fyrir mig. Þetta er sko bara æðislegt.
Sá gamli á afmæli í dag. Ég setti afmælisgjöfina hans út á kantstein fyrir framan hús og kortið á miðja stéttina svo hann sæi það þegar hann kæmi heim úr vinnunni. Átti ekki pappír utan um gjöfina; rosaflottur álfur sem liggur með hendur fyrir aftan haus. Ekki það að sá gamli sé eitthvað álfs-legur, langt í frá, en hann liggur stundum svona makindalega.
Í fréttum er þetta helst að tveir froskar voru gefnir saman. Það þurfti að halda þeim meðan á athöfninni stóð og þegar þeim var sleppt þá syntu þeir í sitthvora áttina. Meira að segja myndband af athöfninni. Þetta eru fréttirnar á mbl.is - ætli það sé gúrkutíð?
Svo í lokin; til hamingju kollegar með úrslit kosninganna. Þetta sýnir að við viljum ekki yfirvinnu, viljum almennilegt fastakaup. Nú stöndum við saman - ekki spurning.
Dægurmál | Mánudagur, 23. júní 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
....nema ég kíki á póstinn minn. Það er Gígjan og Flakkarinn sem gætu verið með spennandi póst. Flakkarinn er í Víetnam þessa daganna (sjá heimasíðuna hennar til hægri). Rosalega hlakka ég til að knúsa hana þegar hún kemur heim - núna í sumar.
Annars er ég bara útí garði að dúlla mér - þar eru óþrjótandi verkefni, enda garðurinn þúsund fermetrar. En þetta er ekki bara dúll, ég á fullt í fangi með erfiðu garðverkin - hef t.d. komist að því að sögin sem ég klippi hekkið með þyngist með hverju árinu. Það endar með því að ég fæ mér svartan vöðvastæltan garðyrkjumann til að hjálpa mér. Strax farin að hlakka til!
Best fara bloggvina-hring, hef ekki gert það í langan tíma. Sjáumst þar
ps. ég fer í svettið 29. júní.
Dægurmál | Sunnudagur, 22. júní 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Við vinkonurnar komumst ekki í svettið í dag, það komast færri að en vilja - reynum síðar - ekki spurning. Maður verður að vita hvernig þetta er . Í staðinn ætlum við bara að dúlla við hvor aðra, setja ektalit, strípur, djúpnæringu og svo videre. Borða góðan mat og kjafta frá okkur allt vit. Það er svo langt síðan við höfum gert þetta, en hér í den dúlluðum við svona við hvor aðra. Við þurfum sko ekki síður á þessari uppliftingu og litaskerpingu að halda núna - enda eldri.
Í gær var kórstjórinn minn, hún Erna fimmtug - þótt hún líti ekki út fyrir það. Við fórum 12 kórkonur og sungum fyrir hana í afmælisveislunni. Sungum afmælissönginn fjór-raddað fyrir utan hjá henni og nágrannar komu út til að athuga hvers lags væri. Allir veislugestir komu síðan út og við sungum úti í góðaveðrinu nokkur lög. Erna þurfti að vísu að ná í tónhvíslina sína til að gefa okkur þá tóna sem við báðum um. Ég held að hún hafi bara verið ánægð með okkur.
Í stjörnuspánni minni í gær stóð að ég ætti að skemmta fólki heimafyrir (var að lesa moggann frá í gær). Það hafa einhverjir lesið þetta því það var gestagangur hjá mér í gær, ég var alltaf að reyna taka fram tuskuna til að þrífa áður en kórkonurnar kæmu til mín að æfa sönginn. Á endanum var bara svona semi fínt hjá mér, vona að enginn hafi horft í hornin. Ég er heldur ekki týpan sem er með allt sleikt út úr dyrum, feðgarnir sem ég bý með hafa heldur ekki smekk fyrir því - það sést á umgengninni.
Dægurmál | Laugardagur, 7. júní 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
-
holmdish
-
tigercopper
-
liljabolla
-
blavatn
-
totad
-
kruttina
-
gunnagusta
-
hlini
-
christinemarie
-
skordalsbrynja
-
gudrununa
-
hross
-
vilma
-
skelfingmodur
-
jeg
-
atvinnulaus
-
saedishaf
-
athena
-
sigrunsigur
-
maggatrausta
-
elina
-
bjarkitryggva
-
bjarnihardar
-
ingahel-matur
-
curvychic
-
gattin
-
pensillinn
-
songfuglinn
-
audurproppe
-
topplistinn
-
gudrunjona
-
hamingjustundir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar