Færsluflokkur: Dægurmál
Já, ég segi það satt hann var með bláan leir og mótaði hann annaðhvort í lófanum eða var að teygja hann tvist og bast. Inn á milli teygði hann úr sér, geyspaði og skoðaði svo símann sinn. Kannski var hann að eyða sms skilaboðum eða að senda sms - veit ekki. En allavega fór ég og sá fimmtugi á Dylan og ég sá ekki neitt. Sá fimmtugi er yfir einn og níutíu svo hann sá - ég horfði bara á tæknimanninn. Musikin hjá Dylan er auðvitað bara fín en ég hefði viljað sjá eitthvað. Sem betur fer borgaði ég ekki miðann - sá fimmtugi fékk frímiða.
Harði diskurinn í tölvunni minni krassaði um helgina og er ég hálf vængbrotin. Það eru að vísu 3 aðrar borðvélar á heimilinu og ein fartölva, sem ég get notað á meðan - en mín vél er best. Maður er bara háður þessu apparati. En það er aðallega pósturinn minn sem ég sakna, það eru engin gögn önnur að viti. Kannski getur tölvunördið á heimilinu náð einhverju af þessum pósti til baka - hver veit - hann er svo ótrúlega flínkur.
Dægurmál | Mánudagur, 26. maí 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ef einhver veit ráð við migreni þá eru þau ráð vel þegin. Lá uppí sófa með sólgleraugu í allann gærdag. Tók allskonar sortir af verkjalyfjum og ekkert dugði. Ég þykist vita hvað "triggerar" migrenið mitt, sem er nýkomið til sögunar (fæ migreni á gamals aldri). Súkkulaði, skelfiskur, stress, of lítill og of mikill svefn eru mínir triggerar. PLÍS ef einhver hefur ráð ................
Mér finnst sumarið vera komið, vill fara setja niður sumarblóm og alles - svo koma fréttir: Næturfrost fyrir austan og kólnandi fyrir sunnan. Hvað er þetta? Er ég á undan veðurfræðingunum eða hvað? Kannski eitthvað bráðlæti í mér, það er samt allt orðið svo grænt og fallegt. Bíð eitthvað með sumarblómin fram að næstu helgi - ekki lengur.
Góða helgi allir saman - með vor og sól í hjarta
Dægurmál | Föstudagur, 16. maí 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þessu flottu orð fann ég á vef Lýðheilsustöðvarinnar undir linknum "um geðrækt".
Fjöldi fólks glatar hlut sínum í hamingjunni. Ekki vegna þess að það hafi aldrei fundið hana,
heldur vegna þess að það nam aldrei staðar til að njóta hennar
(William Feather).
Njótið daganna
Dægurmál | Sunnudagur, 11. maí 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
....enda á ég klæðnað fyrir alls konar veður. Maður klæðir sig bara eftir veðri og drífur sig út. En samt nenni ég ekki út í garð í þessu roki. Ætlaði í dag að byrja vorklippinguna í garðinum, rafmagnssögin tilbúin í slaginn en ekki ég. Ég þoli ekki rok. Vona að veðrið verði öðruvísi á morgun. Verð bara inni í dag með prjónana og hlusta á rokið.
Til allra mæðra: Til hamingju með daginn!
Dægurmál | Sunnudagur, 11. maí 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eða eru þeir að hugsa eitthvað? Karlinn á gráa jeppanum sem átti leið inní Reykjavík um leið og ég í morgun var að hugsa um eitthvað allt annað en aksturinn. Hann hreinlega stjórnaði umferðinni - keyrði á sínum hraða VINSTRA megin og ekki leið að komast framúr honum. Þegar hann kom að gatnamótum kringlumýrarbraut / miklabraut þá færði hann sig yfir á hægri. Alla leiðina í gegnum Garðabæ og Kópavog þá var löng röð fyrir aftan hann og bíllinn sem var næst honum lét hann vita að hann ætti að færa sig - flautaði og sikk saxaði fyrir aftan hann. Þvílíkt hvað svona ökumenn fara í taugarnar á mér. Kunna þeir ekki umferðareglurnar - maður fer framúr á vinstri. Svona karlar hugsa ekki lengra en fermingarbróðirinn nær - enda nær hann (fermingarbróðirinn) ekki fram fyrir húddið á bílnum.
Ef ég legg snemma af stað á morgnanna, þá er umferðin lítil sem engin og ég get keyrt á mínum hraða (sem er kannski of hraður). Það verður sko passað uppá það að fara snemma af stað.
Dægurmál | Fimmtudagur, 8. maí 2008 (breytt kl. 17:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þeir eru ekki vanir að plata mig, ég er bara spæld af því ég hef ekki séð neina kríu. Hún er ekki vön að koma svona snemma. En ég er búin að sjá alla hina fuglana, þetta er mest spennandi við vorið - það er þegar fuglarnir koma og fuglasöngurinn byrjar. Það kemur stundum gæsa par í garðinn á kvöldin og leggur sig í miðjum garðinum. Annar fuglinn er á verði á meðan hinn setur hausinn undir væng og sefur. Við höldum að karlfuglinn sé á verðinum, hann er stærri - erum samt ekki viss. Það er endalaust hægt að horfa á þessa fugla, alla fuglanna þótt krían sé tignarlegust af þeim öllum. Tjaldurinn er samt í uppáhaldi.
Vorið er sem sagt komið í alvörunni fyrst krían er komin. Ég hlýt að sjá kríuna bráðum eins og feðgarnir.
Dægurmál | Laugardagur, 3. maí 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er mjög sérstakt þegar enginn trúnaður ríkir á milli yfirmanna og undirmanna á vinnustað. Hvar gerist það annarstaðar en hjá ríkisbatteríinu? Forstjórar LSH hafa ekki komið vel fram við skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga, vaðið yfir okkur á skítugum skónum og sagt ósatt trekk í trekk í fjölmiðlum til að koma einhverju höggi á okkur. Við erum vondi kallinn. Þau vita ekki hvað er að gerast í alvörunni, reyna ekki að skilja það.
Þótt ég hafi dregið uppsögn mína til baka þá er ég ekki ánægð. Mér finnst framkoma yfirmanna þvílík að ég er miður mín. En vinnan við skurðhjúkrun er skemmtileg og ég er búin að mennta mig til slíkra starfa - þess vegna held ég áfram. En að vera niðurlægð svona af yfirmönnum er eitthvað sem ég á erfitt með að sætta mig við. Í þeirra sporum segði ég af mér NÚNA.
Næsta haust verður ráðinn nýr forstjóri og ef Björn Zöega verður ráðinn þá er eitthvað mikið að.
Dægurmál | Fimmtudagur, 1. maí 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég á varla orð til að lýsa landsmótinu á Hornafirði um helgina. Kvennakórinn á Hornafirði á sko hrós skilið fyrir frábæra skipulagningu og hlýjar móttökur. Það gekk allt vel og tímasetningar voru uppá punkt og prik - geri aðrir betur. Maður söng og skemmti sér alla helgina með frábærum konum, en alls voru 13 kvennakórar saman komnir á landsmótinu. Að syngja með öllum þessum konum ásamt hljómsveit færir mann á æðra plan - þvílík upplifun. Allar konurnar (yfir 300 konur) sungu saman fjögur lög ásamt hljómsveitinni, þar á meðal var frumflutt lag eftir Þóru Marteinsdóttur. Okkur var skipt í fjóra hópa, maður gat valið og ég valdi hóp sem æfði rithmyska tónlist, þar á meðal lag eftir Bob Marley og var það Gróa Hreinsdóttir sem stjórnaði. Hún er svo skemmtileg og kenndi mér margt.
En nú þarf að athuga með ræðunámskeið, það er ekki hægt að vera svona nervös þegar maður þarf að tala fyrir framan fólk. Ég gat alveg talað, setti mikrafón á hausinn á mér og stóð mig bara sæmilega eftir atvikum (var betri en þingmaðurinn, sem gekk úr púltinu í miðri jómfrúarræðu). Hefði viljað vera öruggari og klárari. En ég gerði þetta og lifði af.
Dægurmál | Þriðjudagur, 29. apríl 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilegt sumar allir nær og fjær með þakklæti fyrir veturinn.
Í fyrramálið leggjum við í kvennakór Hafnarfjarðar af stað á landsmót íslenskra kvennakóra á Höfn í Hornafirði. Við ætlum að gefa okkur góðan tíma í keyrsluna, þurfum að stoppa í sjoppum til að kaupa nammi, pissa og svo videre. Hann Þormar bílstjóri sér um að koma okkur á leiðarenda, eins og hann hefur gert í mörg ár - er bara bestur.
Þetta landsmót er haldið á þriggja ára fresti og það vorum við í Hafnarfirði sem héldum síðasta landsmót 2003. Það er alltaf gaman á landsmótunum, konur koma saman með tvö markmið: að syngja saman og skemmta sér saman. Það verða um 400 konur saman komnar á Höfn um helgina - bærinn sem sagt fullur af flottum konum. En það er einn hængur á þessu landsmóti - ég þarf að standa frammi fyrir samkomunni og ávarpa konurnar, þar sem ég er formaður Gígjunnar, sem eru landssamtök íslenskra kvennakóra. Ég er með smá hnút í maganum en ég held samt að ég komist lifandi frá þessu (annars kemur dánartilkynning í Mbl eftir helgi).
Best að byrja að pakka og að telja mér trú um að ég sé bara góður ræðumaður.
Dægurmál | Fimmtudagur, 24. apríl 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gleðilega páska til allra nær og fjær.
Dægurmál | Sunnudagur, 23. mars 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
-
holmdish
-
tigercopper
-
liljabolla
-
blavatn
-
totad
-
kruttina
-
gunnagusta
-
hlini
-
christinemarie
-
skordalsbrynja
-
gudrununa
-
hross
-
vilma
-
skelfingmodur
-
jeg
-
atvinnulaus
-
saedishaf
-
athena
-
sigrunsigur
-
maggatrausta
-
elina
-
bjarkitryggva
-
bjarnihardar
-
ingahel-matur
-
curvychic
-
gattin
-
pensillinn
-
songfuglinn
-
audurproppe
-
topplistinn
-
gudrunjona
-
hamingjustundir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar