Fimm fræknir í Frankfurt!

frankfurt 003Við erum komin heim frá Frankfurt og höfðum það rosalega gott. Versluðum auðvitað sama og ekkert, allt svo dýrt fyrir okkur - þar sem evran er yfir 180 kr. Við keyptum evrur á 174 kr. stk áður en við fórum, en í dag er hún 187 kr. Maður er alltaf að græða! 

Þetta er í fimmta skiptið allavega sem við förum til Frankfurt. Erum vön að fara tvö saman hjónin en nú buðum við börnunum öllum með (sonurinn, dóttirin og bretinn).  Við höfum ekki verslað mikið af jólagjöfum úti en ég kaupi mér alltaf eitthvað af fötum. Nú vantar mér ekkert (af því að verðlagið er óhagstætt), en ég á föt sem dugar fyrir a.m.k. þrjár konur og skartgripi fyrir enn fleiri, en þær þyrftu að vera smá hippý eins og ég.  

En það er svo notalegt að vera á jólamarkaðnum í Frankfurt, þar eru allir glaðir, allir eru góðir við hvert annað og allir eru bara að njóta. Maður fær sér bara eplavín og horfir á fólkið. Myndin er af stóra jólatrénu á markaðnum í Frankfurt.frankfurt 002

Það var bara eitt - ég fékk mér að reykja Whistling Keypti einhverja koníaks-legna smávindla með filter og þetta reykti ég með eplavíninu. Þegar ég hætti fyrir ca 15 árum þá fékk ég mér alltaf vindil við "hátíðleg" tækifæri. Þetta gerði ég í mörg ár - en alltíeinu fannst mér svo óhollt að fá mér vindil (þeir eru sterkari en sígó) svo ég fékk mér sígarettur og reykti bara meira og skítféll. Núna ætla ég ekki að falla í sama pittinn Wink fæ mér bara vindil við "hátíðleg" og ekki orð um það meir.

Mér hefur t.d. ekki langað að reykja síðan ég kom heim í gær Smile.

Set inn fleiri myndir seinna! Neðri myndin er af Hjördísi, Craig, Ívari og Gumma með Starbucks kaffi og kökur. Bara yndislegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gott þú áttir góða daga Sigrún mín.....og muna bara vindla við tækifæri

Hólmdís Hjartardóttir, 2.12.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

En hvað það er gaman að heyra að þú gast notið þín úti...það hafa allir gott að því að skreppa út og njóta þess að vera til og skilja allar áhyggjur eftir heima.

Hafðu það gott.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 3.12.2008 kl. 01:27

3 Smámynd: Aprílrós

Velkomin heim mín kæra. Gott að þau naust þín úti, enda á maður að njóta sín. ;)

Eigðu ljúfan dag esskan ,)

Aprílrós, 3.12.2008 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband