Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Það er komið nýtt "flakkarablogg"

Það er svo gaman að lesa "flakkarabloggið", hún lendir alltaf í einhverju skemmtilegu og skrifar skemmtilega um það. Nú er hún á Filippseyjum, að bræða af sér Kína-kuldann.

Ég er svo stolt af henni, hún er svo hugrökk og dugleg. Stundar "skóla lífsins" og flakkar út um allann heim. Tungumál eru einhvernvegin innbyggð í hana (útskrifaðist sem stúdent með 7 tungumál fyrir utan íslensku). Við foreldrarnir styðjum hana heilshugar í þessum ferðalögum, höfum líka notið góðs af þekkingu hennar þegar hún fór með okkur um Suður Ameríku f. 2 árum. Þá komst ég að því að með tungumálakunnáttunni og sjarmanum nær hún til fólksins, sýgur í sig menningu þeirra og lærir af þeim. Fer ekki hefðbundnar túrista-leiðir, fer sínar leiðir. Hún er einstök stelpan, enda köllum við hana Yndisfríð, því hún er ekki bara falleg hún er líka yndisleg.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband