Eitthvað kom fyrir á mínu heimili í gærkveldi - ég veit ekki hvað - en sá fimmtugi ruglaðist eitthvað í ríminu.
Þegar ég kom heim af raddæfingu í gærkveldi þá hafði sá fimmtugi staðið upp frá tölvunni fengið unglinginn í lið með sér og ........................................
rifið gólfdúkinn af eldhúsgólfinu og skrúfað af veggnum einn eldhússkáp. Segist svo ætla að flísaleggja eldhúsið. Ég er ekkert óánægð með þetta - enda hafa flísarnar beðið nógu lengi inni í þvottahúsi.
En ég hafði mestar áhyggjur af því að einhverju hefði verið hent - einhverju sem ég er að safna og ætla einhverntíman að nota - kannski . Tekið skal fram að þeir þorðu engu að henda, nema kexi sem var útrunnið 2008. Svo hafði ég auðvitað áhyggjur af feðgunum, hvað kom eiginlega yfir þá ??? Sá fimmtugi sá stjörnhrap um daginn - ætli það hafi eitthvað að segja
Núna er ég sem sagt að "taka til " í eldhússkápunum og losa þá - því það þarf að færa innréttinguna til að flísaleggja undir henni. Notaði tækifærið og byrjaði strax í gærkveldi að lesa bókina "Burt með draslið" og ætla að vera dugleg að henda - í alvörunni.
Fyrir konur eins og mig þá er þessi bók algjör biblía og verður að lesast reglulega. Annars væri ekkert pláss fyrir feðgana í húsinu fyrir dóti sem ég væri að sanka að mér og "geyma" og þá væri heldur ekkert flísalagt
Þeir eru auðvitað frábærir þessir feðgar og ég elska þá báða út af lífinu gerði það líka áður en framkvæmdir hófust
Hafið það gott allir saman - ég ætla að halda áfram með næst bestu bók í heimi: Burt með draslið.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 26. nóvember 2009 | Facebook
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef stundum hent of miklu, millivegurinn er víst alltaf bestu. Gangi ykkur vel í flísalögnum.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.11.2009 kl. 14:52
takk Ásdís, já millivegurinn er bestur - en ég rata ekki alltaf á hann í þessum efnum !!
Sigrún Óskars, 26.11.2009 kl. 15:36
ó
góðir feðgarnir..
ég er laus við safnáráttuna -er frekar hendari..enda var ég ekki beinlínis vinsæl þegar ég rauk í að taka til í bílskúrnum. Það slapp samt vel, henti engu nema í samráði við safnarann minn hehe
Ragnheiður , 26.11.2009 kl. 15:44
já hendingar eru nauðsynlegar af og til gæska
Hólmdís Hjartardóttir, 26.11.2009 kl. 16:15
Bara spennandi hlutir að gerast hjá þér ..... veistu um einn svona fimmtugan handa mér ...heheh. Annars þá var ég einu sinni mikill safnari þangað til að ég komst að því að mér gagnaðist það lítið að safna hlutum. Hef síðan verið mjög dugleg að henda og gefa í Rauðakrossinn.....eða í Góða hirðinn. Góða skemmtun.
Gurra (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 21:26
Gurra, það er akkúrat það sem ég þarf að gera - gefa í Rauða krossinn eða í Góða hirðinn.
svo þyrfti ég bara að losna við þessa safnáráttu.
Takk fyrir innlitið stelpur
Sigrún Óskars, 26.11.2009 kl. 23:06
Það er gott að henda af og til. Það vill nefnilega oft verða þannig að hlutirnir daga uppi. En svo er það líka of þannig að maður þarf að nota hlutinn akkurat þegar maður er búin að losa sig við hann.
Knús á þig!
Þórhildur Daðadóttir, 30.11.2009 kl. 22:08
ég er í þessu , þessa dagana að taka til og henda og einnig ætla ég í kolaportið í jan eða feb með hellings dót. Og mig vantar einn sona fimmtugann sem kann þetta allt saman ( muligt man ) . Gangi þér vel og til hamingju með nýju flísarnar ;)
Aprílrós, 30.11.2009 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.