Prjónaði hjörtu ♥ á leiðinni út í Garð.......

......... en þar var "ættarmót". Frænka mín; bæjarstjórafrúin, á þar stórt hús og þar hittumst við afkomendur afa og ömmu. Amma mín, Elín Gunnarsdóttir hefði orðið 100 ára 12 nóv. Það er svo gaman að hitta allt þetta skemmtilega fólk, sem maður þekkir alltof lítið.

Svo ætlum við frænkurnar að hittast aftur - frænkuhittingur - er það ekki í tísku núna??

Unglingurinn minn (litla barnið, sem er orðið stærra en ég) keyrði suðureftir eins og herforingi, búin að vera með æfingarleyfið í viku og keyrir allt sem farið er. Hann er fínasti bílstjóri, kurteis og varkár.

Hjörtun sem ég er að prjóna, eru rauð lopahjörtu, sem Prjóna-Jóna kórsystir mín hannaði og er að finna á facebook síðunni hennar. Ég set þau í þvottavélina og þæfi þau - bara flott.

Annars er ég í þvílíku prjónastuði þessa dagana, með lopa í stöflum og hugmyndirnar flæða. Þyrfti að hætta að vinna til að geta framkvæmt allar þessar hugmyndir - bæði prjóna- og föndurhugmyndirnar.

Þegar ég kemst á "pensjón" þá verður nóg að gera - ég skirfa nefninlega niður þessar hugmyndir mínar svo ég gleymi þeim ekki.

knús á alla - konur og kalla Heart Kissing 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Helgadóttir

snilld....

sko allur þessi prjónaskapur, að amma þín heitir elin eins og mín og þó sérstaklega þetta með að skrifa niður hugmyndirnar......

Elín Helgadóttir, 17.11.2009 kl. 23:27

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2009 kl. 13:50

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Frænkuhittingur er í tísku núna. 

Ég vildi að ég væri dugleg að prjóna..... en ég er dugleg við ýmislegt annað. Það telst með.....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 24.11.2009 kl. 07:55

4 identicon

He he hvað er "pensjón"?? Frábært hvað þú ert dugleg að prjóna og að föndra. Ég hef líka gaman af því en stunda það bara ekki nóg um þessar mundir en þó meira en undanfarið. Búin með tvær eða svo sem, lopapeysur. Vantar lopa í eina enn handa dótturinni og mér finnst ég verða að kaupa lopann í Álafossbúðinni í Mosó. Fér fljotlega að skella mér. Jú frænkuhittingur er alltaf vinsæll.

Gurra (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 21:07

5 Smámynd: Sigrún Óskars

að fara á "pensjón" er að fara á eftirlaun!!

Sigrún Óskars, 24.11.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband