Prjónakaffi......

Skellti mér í prjónakaffi hjá Prjóna Jónu kórsystur minni. Fór "alein" - settist hjá konum sem ég þekkti ekkert, en í svona samkvæmi þá getur maður bara sest hjá hverjum sem er. Allir að prjóna - skoða hjá hinum og bara að spjalla.

Þarna lærði ég "nýtt prjónamunstur" eitthvað gamalt sem ég hef aldrei séð áður. Sá líka hvernig hægt er að sauma t.d. handföng á töskur með "girni" en ég var einmitt í vandræðum hvernig ég ætti að sauma/festa handfangið á þæfðu töskuna sem ég gerði um daginn. 

Við hliðina á mér sat kona sem á fullt af fallegum steinum eins og ég - og hún vinnur í búð sem selur m.a. lím fyrir steina og fleira og fleira. Gat sagt mér allt sem ég þurfti að vita. Bara gaman að hitta svona konur, svo eru konur svo skemmtilegar.  

Um daginn fór ég í prjónakaffi í Hafnarfirði og lærði "rússneskt hekl" sem er mjög sérstakt og flott.

Jólaskrautið hennar Prjónu Jónu er líka æðislegt - prjónað úr lopa og þæft - ég á pottþétt eftir að gera svoleiðis - frábært í gjafir, sérstaklega fyrir útlendinga.

Ég held áfram að mæta í prjónakaffi - maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Helgadóttir

Mig langaði svo að mæta en ég varð að vinna.....  fúlt að vinnan skuli trufla svona fyrir manni lífið !!!

Ég kem næst...  væri alveg til í að læra rússneskt hekl.

Elín Helgadóttir, 20.10.2009 kl. 23:36

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Elín - þetta hekl er víst sýnt á www.youtube.com og heitir Croche Tunisiano. Prófaðu að leita !!

Sigrún Óskars, 20.10.2009 kl. 23:45

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hefði mætt líka hefði ég verið í fríi í vinnunni.  Frænkurnar og mæðgurnar Jóna og Ransý eru náttúrulega náskyldar mér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.10.2009 kl. 00:12

4 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 21.10.2009 kl. 09:02

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það hefði verið gaman að vera með, en ég er á Selfossi svo ég eltist bara við prjónakvöld hér.  Hef reyndar ekki lært neitt nýtt síðan í sumar þegar ég fór norður. Ætla að kíkja á þetta hekl.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.10.2009 kl. 11:41

6 identicon

Ég var að adda einhverri Prjóna Jónu á fjésbókinni minni. Er það þá kórsystir þín ?? Prjónabakterían bankaði nefnilega nýlega uppá hjá mér og nú hef ég plön um að prjóna allar jólagjafirnar í ár, bjartsýn :-)

gudrun una (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 21:48

7 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Skemmtilegt hjá ykkur, hef einmitt verið að velta fyrir mér að vera með föndur eða prjónakvöld í Norðurporti, það hefur verið rætt. Væri gaman !

Hulda Margrét Traustadóttir, 23.10.2009 kl. 07:23

8 identicon

Gaman að þessu hjá þér.

Gurra (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 21:18

9 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Kraftur í þér, kollega.

Sigríður Sigurðardóttir, 28.10.2009 kl. 17:43

10 identicon

Þetta rúsneska hekl sem sýnt er á youtube er það sem hefur verið hér alla vega í "gamla" daga kallað að.... Hakka, það var einmitt gömul kona ( 84ára) sem var að kenna mér þetta um daginn og sagði hún að þetta hefði henni verið kennt sem krakka og þá til að hekla sér "skó" eða tátiljur því þetta þykir mjög sterkt hekl. Fór svo til tengdó og var að segja henni frá þessu og þá lumaði hún einmitt á hakk heklunál sem hún gaf mér, þar sem ég var búin að læra þetta. þessi sama kona kenndi mér lika að prjóna snúru eins go fyrir húfur og svoleiðis, en lítur út eins og þetta hafi verið brugðið. Já það eru forréttindi að kynnast svona fólki.

(IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband