já á Álftanesinu !!

Ég er komin í sumarfrí og þess vegna verður gott veður, sól og hiti næstu 4 vikurnar. Undanfarið hef ég verið mikið að vinna - alltaf á bakvakt og alltaf að vinna á þessum bakvöktum - svo nú er komin tími á garðvinnu í góðu veðri; sól - hlýrabolur og vinnuvettlingar Smile - panta svo rigningu á nóttunni svo ég þurfi ekki að vökva. Annars vökva ég bara á hlýrabolnum Cool

 


mbl.is Verður 20 stiga múrinn rofinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er of þreytt til þess að hugsa um minn garð, hann er að verða eins og frumskógur garðurinn minn.  Sláttuvélin mín er ennþá inni í bílskúr, það á eftir að gá hvort hún virki. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.6.2009 kl. 01:17

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Jóna, frumskógar geta líka verið flottir  

Sigrún Óskars, 25.6.2009 kl. 10:05

3 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Gangi þér vel í garðvinnunni og passaðu þig nú að fá ekki sólsting af allri sólinni sem þú ert búin að panta . Grasflöturinn minn er eins og frímerki svo ég kemst vel yfir þá vinnu. Núna er ég er komin á helgarvaktina sem byrjar frekar rólega. Hafðu það gott í fríinu .

Guðrún Una Jónsdóttir, 26.6.2009 kl. 20:36

4 identicon

Það er nú sko ekkert flottara en að vökva á hlýrabolnum, tala nú ekki um ef úðastúturinn er bilaður svo vatnið fer í allar áttir sko ekki bara í blómabeðin.

(IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 10:54

5 Smámynd: Aprílrós

Sólin er já alveg kærkomin, hún hefur soldið þurft að víkja í sumar ;) Góða skemmtun í garðinum ;)

Aprílrós, 28.6.2009 kl. 15:50

6 Smámynd: JEG

JEG, 29.6.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband