By the way - mig vantar viðhald..

... gleymdi að minnast á það í síðustu færslu. Hann þarf að vera sterklegur, duglegur og það er betra ef hann er myndarlegur. Vitið þið um einhvern?

Þegar ég var úti í garði seinnipartinn þá komst ég að þessu. Ég þarf viðhaldið í garðvinnuna, þessa erfiðu. Það er það eina sem hann þarf að gera Wink erfiðu garðvinnuna - sjá um erfiða viðhaldið á garðinum . Ég var að klippa í dag og taka stórar dauðar greinar af trjám sem eru vaxin mér upp fyrir höfuð. En í staðin fyrir að halda áfram þá fór ég að kroppa börkinn af dauðu greinunum, til að þurrka - úða börkinn og set inní stóra bók - eina gamla hjúkrunarbók, sem ég nota til að þurrka og pressa börk og jurtir. Þetta gengur ekkert svona - en ef "viðhaldið" sæi um þessi verk þá gæti ég dúllað mér Cool  og ef hann er myndarlegur þá mætti glápa smá Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Mig vantar altmúligmann, sem sinnir viðhaldi innan og utandyra

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.4.2009 kl. 22:01

2 Smámynd: Vilma Kristín

Mig vantar líka einn... það þarf stundum að skipta um ljósaperur og svoleiðis

Vilma Kristín , 26.4.2009 kl. 22:15

3 Smámynd: Ragnheiður

Nefndi þetta við kallinn minn og hann bendir -voðaóðamála- á BYKO.

Ragnheiður , 26.4.2009 kl. 22:35

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Við gætum kannski sameinast um einn  eða í versta falli talað við BYKO

Sigrún Óskars, 26.4.2009 kl. 23:13

5 identicon

Ég á einn svona alltmögulegt mann en er mjög fastheldin á hann og tími honum ekki, en var ekki Ikea að auglýsa að maður fylgir með????

(IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 01:16

6 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Hehehehe....þatta er það nákvæmlega sama og ég lendi í í, þegar ég er í tiltekt...aðeins að pressa þessi blóm...flottur börkur.....setja hann líka í pressun...hvar skyldi annars síðasta "pressulistaverk" vera stadd á heimilinu núna....aðeins að skreppa inn og kíkja eftir því....garðurinn og viðhald hans þar með gleymt.

Sigríður Sigurðardóttir, 1.5.2009 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband