Fyrir það fyrsta þá er vorið komið í alvörunni - ég sá lóuna í dag. Hún var að spóka sig í túninu hjá Bessastöðum.
Svo í öðru lagi þá eru bara flestir hættir að blogga eða búnir að læsa blogginu sínu. Hvað er að gerast? Kannski Facebook Mér finnst bloggið skemmtilegra - það eru víst ekki margir á sama máli. Þeir sem blogga - þeir blogga allir um það sama - styrkina - kreppuna - stjórnina..........
Hvar eru þeir sem blogga um lífið og tilveruna? Ég bara spyr?
Í þriðja lagi þá var kvöldverðarborðið ekki "kreppulegt" á mínu heimili. Hamborgarahryggur fyrir fleiri en okkur þrjú. Sem er ekki gott því þá verð ég á kafi í afganginum á morgun. Það þýðir bara eitt: Barbamömmu syndromið = verð eins og Barbamamma í laginu.
Hafið það gott yfir páskana elskurnar
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Laugardagur, 11. apríl 2009 | Facebook
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilega Páska, ekki nenni ég að hanga lengi á fésbókinni minni.. Mér finnst bloggið skemmtilegra.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.4.2009 kl. 01:05
Takk fyrir bloggvina boð
(IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 13:22
Takk fyrir kveðjuna Gleðilega páska til þín og þinna
Held það sé rétt hjá þér að margir eru farnir á feisið og hættir að blogga.
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 11.4.2009 kl. 13:36
Takk fyrir innlitið og páskakveðjuna. Gleðilega páska sjálf.
Já flestir eru fastir á fésinu .....ég er sosum ekki saklaus þar en ég er alveg saklaus hvað varðar kreppublogg - pólitísktblogg og féttablogg (svotil) greip aðeins í það á visirblogginu en það var í fyrra ....finnst bara miklu skemmtilegra að blogga mína vitleysu eða grín.
Kveðja úr sveitinni.
JEG, 12.4.2009 kl. 11:11
gleðilega páska
Ólafur fannberg, 12.4.2009 kl. 13:24
'Eg blogga og er á facebook líka. Gaman að fylgjast með gömlum vinum og skólafélögum þar. Ætti kannski að blogga meira um lífið og tilveruna en ég geri en það er létt að gleyma sér yfir boltanum á þessum síðustu og verstu tímum. Er búin að þeysa austur á Jökuldal og vestur í Varmahlíð um páskana....varð lítið vör við vorið þar . Aumingja gæsirnar voru kuldalegar að sjá og ég vona lóunnar vegna að hún komi ekki á þessa landshluta strax......... Gleðilega páskarest
Guðrún Una Jónsdóttir, 13.4.2009 kl. 22:48
Ég blogga ekki um kreppu og stjórnleysi, ég er mikið á fésinu, en mér finst skemmtilegra að blogga hérna, ég blogga ekki svaka mikið en blogga þó eitthvað um lífið og tilveruna ;)
Aprílrós, 14.4.2009 kl. 00:07
Bloggið mikið skemmtilegra...sammála þér hér.
Sigríður Sigurðardóttir, 15.4.2009 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.