Reimi á mig Scarpa skóna, set upp sólgleraugun og fer í rauðu úlpuna. Held út á hlað, heilsa rauða sjarmörnum honum Rómeó í næsta húsi og arka svo niður að fjörunni. Sólin skín og sjávarilmurinn kemur á móti mér. Sjórinn er rólegur, liðast upp í fjöruna svona í sunnudagsfíling. Þegar lengra út á eyrina er komið finnur maður lyktina frá hrossaskítshaugnum, sem minnir mann á vorverkin í garðinum, en þangað sæki ég skít á vorin. Ennþá skín sólin og smá andvari blæs framan í mann, gæsirnar í rólegheitum í grasinu, líta upp og horfa á konuna í rauðu úlpunni og heilsa. Þegar ég er komin út fyrir flotbryggjuna sem reyndar er uppí fjörunni þá fer ég ofan í fjöruna og kíki eftir selunum. Einn selur skýtur upp hausnum og heilsar kurteisislega. Alltaf finnst mér gaman að hitta þá, eru eitthvað svo mikið krútt með stóru augun sín. Tjaldurinn er kominn til landsins og liggur í sandinum á meðan blikinn og æðakollan svamla um í sjónum. Við hliðið út á Bessastaðanesið sný ég við og labba í fjöruborðinu til baka. Nýt þess að finna sjávarilminn, horfa á fuglanna og selinn. Horfi líka til höfuðborgarinnar og er glöð að geta búið svona "útúr", smá sveitalegt og laus við skarkala borgarinnar.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Dægurmál, Heilbrigðismál | Sunnudagur, 5. apríl 2009 | Facebook
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið hefur þetta verið yndislegur göngutúr hjá þér. Þú lýsir þessu öllu svo vel, mann langar bara að skella sér á Álftanesið í labbitúr
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 16:04
Hér er yndislegt að búa, ég vil helst aldrei fara héðan...sá einmitt tjaldapar áðan þegar ég kom heim. Í morgun heyrði ég allskonar fuglahljóð...vona að rauði sjarmör fari sér hægt í að éta fuglana...skömmin.
Kær kveðja yfir..
Ragnheiður , 5.4.2009 kl. 19:02
rauði sjarmörinn þarf kannski bjöllu
hef ekki séð hann við veiðar á minni landareign
Sigrún Óskars, 5.4.2009 kl. 19:13
Hljómar vel að búa á Álftanesinu !
Guðrún Una Jónsdóttir, 5.4.2009 kl. 22:20
Ekki er mitt Nes síðra til göngutúra, við höfum allt það sama nema Bessastaði En ég sé Bessastaði út um stofugluggann minn
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.4.2009 kl. 22:25
þú segir satt Jóna, það er ekkert síðra. Ég byrjaði minn búskap einmitt á Seltjarnarnesinu.
Sigrún Óskars, 5.4.2009 kl. 23:13
Ég lifði mig svo inn í þessa fallegu lýsingu hjá þér að ég var komin með þér í labbitúrinn.
Auður Proppé, 6.4.2009 kl. 04:47
Auður, þú gætir svo sannarlega komið með mér í göngutúr og við gætum boðið Ragnheiði í næsta húsi að koma með
Sigrún Óskars, 6.4.2009 kl. 15:26
Já það væri plan..Rómeó á að fá bjöllu
Ég er amk í blogghléi..fór í eitthvað voða kerfi um daginn og hef mig ekki í að verða skotspænir einhverra..svo er það kannski óþarfa taugabilun og vitleysa..ég bara hrundi eitthvað saman í hrúgu. En ég kannski hressist bráðum en ég blogga þá kannski bara á 123 síðunni.
Ragnheiður , 7.4.2009 kl. 21:06
Oh nú er sko gott að fara í göngutúra, svo yndislegt veður og vorlegt allt um kring ;)
Aprílrós, 7.4.2009 kl. 21:12
Mér líst stórvel á það Sigrún mín, endilega að plana eitthvað, ég fer eiginlega aldrei á Álftanes.
Ragga mín, ég er ekki hissa, þú ert búin að vera undir miklu álagi. Vona að þér fari að líða betur min kæra.
Auður Proppé, 7.4.2009 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.