Icelandair á alla mína samúð!

Flugfélagið er búið að leggja í miklar breytingar sem eru misheppnaðar svo vægt sé til orða tekið. Tek sem dæmi með matinn, nú er ekkert fyrir þá sem borða grænmetisfæði. Takk fyrir - bara kjötætur sem fá að kaupa mat í flugvélinni - hinir koma með nesti. Þetta steikar-dæmi sem var auglýst þvílíkt (einhver steikarsamloka) er svo bara fyrir Ameríkuflugið takk fyrir. Salatið sem líka var auglýst er líka bara fyrir Ameríkuflugið - er kannski kjúklingur í salatinu - ég bara spyr?

Sætin eru hörð og ekki gott að sitja lengi í þeim og þess utan er einhver járnstöng undir miðju sætinu sem maður finnur fyrir. Flugfreyjurnar sögðu mér að það væri kvartað undan sætunum, sérstaklega á löngum flugleiðum. Svo þarf maður að kaupa sér kodda og teppi.

Flugfreyjur eru lengur að afgreiða matinn og þurfa að standa í þessari peningaumsýslu. Þetta eru breytingar sem eru ekki til góðs. Ég hélt einhvernveginn að Icelandair væri svona "fínt"  flugfélag og vildi hafa fína þjónustu - en það er ekki. Að vísu voru flugfreyjurnar bara fínar bæði til og frá Frankfurt og enginn hroki í gangi þar á bæ. Icelandair er eins og lággjalda flugfélögin nema þeir eru með hágjalda verðskrá.

En ég er samt fegin á meðan Icelandair lifir - en þessar breytingar eru ekki til að bæta standardinn hjá flugfélaginu - en kannski verður reksturinn betri fyrir vikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég flaug með mörgum flugfélögum síðasta vetur og allt var langfátæklegast hjá Icelandair.

Hólmdís Hjartardóttir, 3.12.2008 kl. 16:29

2 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Jahérna hér..hvað er að heyra. Ég hef aldrei flogið með þessu flugfélagi enda hef ég ekki farið útfyrir landsteinana síðan 1993. En það er gott að vita þetta. Takk takk.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 3.12.2008 kl. 16:56

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég flýg bara með Icelandair vegna þess að þeir eru með nýjustu flugvélarnar.  Maturinn hefur verið hörmung í mörg ár.  Maður þarf ekki að borða í styttri flugferðum, ég fæ mér yfirleitt að borða í flugstöðunum fyrir flug. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.12.2008 kl. 01:44

4 Smámynd: Tiger

Uss jamm.. alls staðar kreppir að sko! Ljóta vitleysan að skera niður þjónustu og "aðhlynningu" hjá flugfélögum í langflugi. Man þá tíð að maður þurfti ekkert að borga aukalega fyrir neitt um borð - nema ef maður vildi áfengi. ...

Knús og kram í þitt hús Sigrún mín!

Tiger, 4.12.2008 kl. 01:46

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Hef ekki flogið með Icelandair í mörg ár.  Síðast þegar ég var enn ung, karlmannslaus og barnlaus.  Skrapp þá til New Orleans á hjúkkustefnu og síðan til San Fransisco. Þá var ljúft að fljúga með því félaginu.  Maturinn þokkalegur og frír.  Eftir að ég varð bara "ung" hef ég tvisvar skroppið erlendis með leiguflugi...borga fyrir matinn í topp, óætan eður ei, og pláss fyrir fætur er hverfandi, fyrir utan það að sætin eru hörð og nánast föst í einni stellingu.  Icelandair er kannski bara að uppfæra sína standarda í áttina að leigufluvélabransanum?

Sigríður Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband