Sko, ég get sagt ykkur það.....

..... að ég var miklu heilsuhraustari á meðan ég reykti. Enn einu sinni er ég komin með hita, hor og alles. Búin að fá leið á þessu.

Á meðan ég reykti þá leið mér betur; líkamlega, andlega og félagslega. Ég finn engan mun á mér til hins betra eftir að ég hætti að reykja fyrir tæplega 3 mánuðum. Aðrir í kringum mig finna kannski þann mun að það er ekki reykingalykt af mér.

Ég finn kannski einhvern mun á mér eftir ár - eða hvað? Hafið þið heyrt þetta: "Ég er miklu hressari eftir að ég hætti að reykja - allt annað líf". En hvað þarf maður að vera hættur lengi?

Er óheyrilega óþolinmóð - ég veit það - en ég hef samt ekki á planinu að byrja aftur - ætla að halda þetta út - allavega í dag og á morgun Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef stundum verið svona pestargemlingur þegar ég hef hætt að reykja.  Svo batnar það. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.11.2008 kl. 01:19

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

........................hugsaðu um sparnaðinn

Hólmdís Hjartardóttir, 26.11.2008 kl. 15:07

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Tekur tíma, tekur tíma.  Man vel eftir mínum karli með stöðugan hor í nös, þá hann var nýhættur.  Sagðist ALDREI hafa verið veikari en eftir að hann hætti reykingum.  Svo bara allt í einu læddist þetta að honum, og svo var bara horinn búinn einn dag.

  Láttu þér batna, vinkona.

Sigríður Sigurðardóttir, 26.11.2008 kl. 21:44

4 Smámynd: Aprílrós

Hef heyrt þetta já að fólki líur betur, verður þolmeyri, og hef líka heyrt um að það verður veikt fyrst á eftir, það er vegna þess að það er ekki eins eitrað hehe.

Gangi þér vel áfram mín kæra, þér tekst þetta, ert búin að vera svo dugleg.

Kærleikskveðjur til þín ;)

Aprílrós, 26.11.2008 kl. 22:02

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Eins og alkarnir og fíklarnir segja, taka einn dag í einu, kæra Sigrún, einn dag í einu. Þetta kemur.

 Ég er ótrúlega ánægð með þig, þetta gæti ég aldrei, en vonandi einhverntímann. But, keep up the good work, stelpa. Þú átt eftir að fá verðlaun

Lilja G. Bolladóttir, 27.11.2008 kl. 21:54

6 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Þegar ég reyndi að hætta að þá leið mér alveg hrikalega andlega, líkamlega og félagslega..enda srakk ég á endanum...en það kemur að því að ég hætti. En ég veiktist ekki svona eins og þú ert að lýsa. Held líka að það sé einstaklins bundið, sumir verða kannski oftar veikir en aðrir. En svo er sagt að reykt kjöt geymist betur... en hvort það hafi eitthvað með heilsuna að gera...hmmmm....það er spurning.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 28.11.2008 kl. 17:09

7 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Hm trúi ekki á þetta með reykta kjétið. Þú finnur muninn með tíð og tíma, trúðu mér. Þú bætir ekki bara árum við lífið, líka lífi við árin. Kveðja úr snjónum fyrir norðan.

Guðrún Una Jónsdóttir, 28.11.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband