Eins og áður hefur komið fram þá var hluta af ráðningarsamningi mínum (vaktalínunni) sagt upp og þar sem ég gat ekki samþykkt nýtt fyrirkomulag þá leit ég á það sem uppsögn. Með nýja fyrirkomulaginu þá verður að mínu mati skerðing á þjónustu og kaupið mitt lækkar. Algjörlega óásættanlegt. En málið er að það þarf að spara og það á að lækka laun skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga á LSH. Eins og við séum með svona hátt kaup. Þegar spurt er um markmið breytinganna þá er talað um einhverja vinnutilhögun evrópusambandsins. Þeir sem eru að skipuleggja breytingarnar eru í turninum og vita ekki hvernig málum er háttað í alvörunni. Nýlegt dæmi um það er þegar hjúkrunarforstjórinn (sem er held ég annar forstjóri LSH núna) sagði að það á að verða opið um helgar á skurðstofunni. Veit hún ekki að alltaf hefur verið opið um helgar - eða hélt hún í alvöru að allt væri lokað um helgar á skurðstofunni. Maður spyr sig.
Þetta verða grundvallarbreytingar á mínum vinnutíma og vinnusvæði mitt verður stækkað fyrir utan að launin mín lækka. Ég sem sagt hætti í vinnunni 1. maí - ég læt ekki vaða yfir mig á skítugum skónum, það hefur alltof oft verið gert á LSH - nú er bara komið nóg.
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
-
holmdish
-
tigercopper
-
liljabolla
-
blavatn
-
totad
-
kruttina
-
gunnagusta
-
hlini
-
christinemarie
-
skordalsbrynja
-
gudrununa
-
hross
-
vilma
-
skelfingmodur
-
jeg
-
atvinnulaus
-
saedishaf
-
athena
-
sigrunsigur
-
maggatrausta
-
elina
-
bjarkitryggva
-
bjarnihardar
-
ingahel-matur
-
curvychic
-
gattin
-
pensillinn
-
songfuglinn
-
audurproppe
-
topplistinn
-
gudrunjona
-
hamingjustundir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tiger, 22.4.2008 kl. 18:50
Alltaf byrjað á öfugum enda og nú er verið að fjalla um þetta í Kastljósinu...urg....
Ragnheiður , 22.4.2008 kl. 19:36
Hlustaði á "frúna" í Kastljósinu. Var ekki par hrifin af henni og hennar svörum. Hún vill ykkur allar "inn á teppi" til sín, eina í eina, og svo skal láta sverja til stáls
! Standið saman, og hún kemst hvorki lönd né strönd með ykkur!
Baráttukveðjur frá kollega í öldrun.
Sigríður Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 21:27
Við látum ekki vaða yfir okkur í þetta sinn. Frúin hefur aldrei staðið með hjúkrunarfræðingum - skrítið að standa ekki með kollegum sínum. Hún var smá "nervös" fannst mér í kastljósinu - ekki skrítið - hún á erfitt með að rökstyðja málstaðinn.
Sigrún Óskars, 22.4.2008 kl. 22:43
Já hún var nervös....en hún er að hugsa um að senda hóp hjúkrunarfr. til þjálfunar í skurðhjúkrun........hvar ætli hún geymi þennan hóp??? Annars velkomin heim.
Hólmdís Hjartardóttir, 23.4.2008 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.