Algjör samstaða meðal hjúkrunarfræðinga!

Eins og áður hefur komið fram þá var hluta af ráðningarsamningi mínum (vaktalínunni) sagt upp og þar sem ég gat ekki samþykkt nýtt fyrirkomulag þá leit ég á það sem uppsögn. Með nýja fyrirkomulaginu þá verður að mínu mati skerðing á þjónustu og kaupið mitt lækkar. Algjörlega óásættanlegt. En málið er að það þarf að spara og það á að lækka laun skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga á LSH. Eins og við séum með svona hátt kaup. Þegar spurt er um markmið breytinganna þá er talað um einhverja vinnutilhögun evrópusambandsins. Þeir sem eru að skipuleggja breytingarnar eru í turninum og vita ekki hvernig málum er háttað í alvörunni. Nýlegt dæmi um það er þegar hjúkrunarforstjórinn (sem er held ég annar forstjóri LSH núna) sagði að það á að verða opið um helgar á skurðstofunni. Veit hún ekki að alltaf hefur verið opið um helgar - eða hélt hún í alvöru að allt væri lokað um helgar á skurðstofunni. Maður spyr sig.

Þetta verða grundvallarbreytingar á mínum vinnutíma og vinnusvæði mitt verður stækkað fyrir utan að launin mín lækka. Ég sem sagt hætti í vinnunni 1. maí - ég læt ekki vaða yfir mig á skítugum skónum, það hefur alltof oft verið gert á LSH - nú er bara komið nóg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Frábært hjá þér Sigrún mín að vera ekki að láta vaða yfir þig! Ótrúlegt þegar stofnanir byrja að spara. Oftar en ekki er byrjað að spara á vitlausum stöðum hjá þessum batteríum! Haltu þínu striki stúlkukind og endilega láttu enga batterískarla vaða yfir þig! knús í daginn þinn...

Tiger, 22.4.2008 kl. 18:50

2 Smámynd: Ragnheiður

Alltaf byrjað á öfugum enda og nú er verið að fjalla um þetta í Kastljósinu...urg....

Ragnheiður , 22.4.2008 kl. 19:36

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Hlustaði á "frúna" í Kastljósinu.  Var ekki par hrifin af henni og hennar svörum.  Hún vill ykkur allar "inn á teppi" til sín, eina í eina, og svo skal láta sverja til stáls!  Standið saman, og hún kemst hvorki lönd né strönd með ykkur!

  Baráttukveðjur frá kollega í öldrun.

Sigríður Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 21:27

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Við látum ekki vaða yfir okkur í þetta sinn. Frúin hefur aldrei staðið með hjúkrunarfræðingum - skrítið að standa ekki með kollegum sínum. Hún var smá "nervös" fannst mér í kastljósinu - ekki skrítið - hún á erfitt með að rökstyðja málstaðinn.

Sigrún Óskars, 22.4.2008 kl. 22:43

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já hún var nervös....en hún er að hugsa um að senda hóp hjúkrunarfr. til þjálfunar í skurðhjúkrun........hvar ætli hún geymi þennan hóp??? Annars velkomin heim.

Hólmdís Hjartardóttir, 23.4.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband