Mætti mús í göngutúrnum.....

...og í alvöru þá tók ég á mig krók, passaði að hafa minnst 2 metra á milli okkar, eins og hún gæti stokkið á mig og......... Getur verið að ég sé hrædd við mýs? Og ég sem bý úti í móa.  Aumingja músin sem ég mætti við Hólmatúnið var örugglega hræddari við mig en ég við hana og þegar ég var farin framhjá henni þá þaut hún útí buskann, ekki á eftir mér. Þegar himininn er svona stjörnubjartur eins og í kvöld þá horfi ég meira upp en niður (hef stundum farið flatt á því) en í kvöld þá horfði ég bara niður. Ég mætti engum öðrum á göngu minni þetta kvöldið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Jámm Sigrún, það er betra að passa sig þegar maður er á göngu úti í móa - maður veit aldrei í hvaða hremmingum maður getur lent í. En rétt hjá þér, mýsnar eru sko með lítið hjarta hvað það varðar að mæta svona trölli eins og okkur mannverunum - sem segir okkur að við ættum ekki að þurfa að hræðast þær. Enda - hver er tröllið hérna - þú/við ekki satt?  

Ég er viss um að nú lifir músin góðu lífi sem heiðursborgari í móabyggð, þar sem aðrar mýs koma langar vegalengdir til að hlusta á frásögn hennar frá þeim tíma er hún snéri á tröllið skelfilega og slapp naumlega frá bráðum bana undir fæti þess..

Tiger, 3.2.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

mYS ERU NU SVO SAETAR, KVEDJA FRA mUI nE.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.2.2008 kl. 12:32

3 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Það eins með mýs og köngulær. Það er eiithvað....

Þórhildur Daðadóttir, 4.2.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband