Færsluflokkur: Ferðalög

Í kringum hnöttinn fyrir 92 þúsund

London - New York - Auckland(Nýja Sjáland) - Bali - Singapore - London  fyrir 760 pund (92.000 ísl.). Þetta finnst mér ódýrt en við þetta bætist flugvallaskattur.  Þú ræður hvað þú stoppar lengi á hverjum stað og getur svo bara breytt dagsetningum ef þú vilt og svo getur þú ráðið hvorn hringinn þú ferð. T.d. að enda í New York og verslað (þ.e.a.s. ef maður á afgang). Svo eru ýmsar aðrar leiðir í boði.

Það er minnsta mál að fljúga langar leiðir, ferð bara í teyjusokka, drekkur vel af vatni, horfir á sjónvarpið (hver farþegi er með sinn skjá og getur ráðið á hvað hann horfir) og svo sefur maður bara restina. Hljóma ég eins og auglýsing? Nánari uppl. veittar.....................Nei, ég veit bara að það þarf ekki að vera dýrt að fljúga á milli staða, þ.e.a.s. þegar maður er kominn frá Íslandinu góða.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband