Færsluflokkur: Dægurmál

Langur og góður dagur hjá mér.

Gerði bara helling í góða veðrinu; fór út að klippa stóru trén, hitti tjaldinn niður í fjöru (annar uppáhalds fuglinn minn), labbaði móann þveran og endilangann til að leita af hjólbörunum mínum sem fuku í óveðrinu í vetur, var að vona að þær væru í einhverjum skurðinum, sat úti og prjónaði, eldaði góðan mat og horfði á Dís á stöð2. 

Ég sá Dís í bíó hérna um árið og hún er þvílík snilld þessi mynd. Persónurnar eru svo sannfærandi og margar góðar setningar sem sitja eftir. Svo er boðskapur í myndinni, sem á erindi til allra. Meira að segja feðgarnir voru ánægðir með myndina (samt voru engar byssur).

Vona bara að  allir hafi það gott eins og ég.


Kolaportið

Ég fór í Kolaportið í dag, bara ein. Feðgarnir sögðu mér að Kolaportið sé bara fyrir fólk sem hefur ekkert annað að gera. Ég er ekki sammála því, þótt það sé lítið að gera hjá mér eftir að ég kláraði námið. En by the way, það er bara gaman að koma í Kolaportið, hittir alls konar fólk og hitti meira að segja Magga frænda, sem ég hef ekki séð í 100 ár. Þetta er eins konar samfélag, fólk er þarna með fasta bása með þvílíku dóti, eldgamalt og aðallega notað dót. Laxnes var þarna complet, Þorbergur og svo Theresa Charles, sem maður las þegar maður var 15 ára. Alls konar bækur á 100 - 200 kall, bara spottprís. Keypti samt engar. Keypti heldur ekki kókosbollur eða lakkrís, sem er þarna í stöflum. En eitt veit ég; ég á eftir að fara aftur í Kolaportið til að "mingla", finnst það ekki leiðinlegt. Og ef það kólnar aftur þá kaupi ég pelsinn, sem kostar bara átta þúsund, þótt mig vanti ekki pels- hann var bara svo flottur.

Af því ég er orðin svo gáfuð þá.....

ætla ég að leggja fyrir fleiri gáfaða lítið reikningsdæmi: Taktu 1000, bættu við 40. Bættu svo við 1000. Síðan bætirðu við 30 og svo 1000. Bættu 20 við og svo 1000 og að síðustu bætirðu við 10. Hver er útkoman? Ef þið segið 5000 þá er það rangt og bara reyna aftur.


Eina ferðina enn verður mér vaggað í svefn......ég bý nefninlega í timburhúsi og sef á efri hæðinni. En ég er búin að opna Pollýanna.is og þykist vera nokkuð jákvæð. Búin að kveikja á kertum, draga fyrir og ætla að kúra í sófanum í kvöld með glæpasögu. Já, svo verður mér vaggað inní draumalandið.  Sleeping

 


Náði prófinu......

.....sem betur fer. Meðaleinkunnin var 6,2 og maður þarf 6,0 til að ná. Ég fékk 7,0 og finnst ég hafa dúxað...he..he..Ég útskrifast sem sagt og þarf að æfa mig að taka við skírteininu með vinstri og heilsa rektor með hægri..Tounge

Annars er ég persónulega búin að fá leið á þessu veðri, finnst komið nóg. Enda erum við ekki vön þessu hérna fyrir sunnan að hafa snjó og hálku svona lengi. Hef ekki umburðarlyndi lengur. Svo er ekkert víst að við komust á Laugar í Sælingsdal á morgun í æfingabúðirnar, þegar ófærð og óveður eru í kortunum. Ég fer þá bara á árshátiðina hjá 365 á laugardagskvöldið, þarf ekki að vera discodrottning þar (eins og í æfingabúðunum). Þetta kemur allt í ljós á morgun.

Spakmæli dagsins í dag á dagatalinu mínu eru: "Í rauninni er hamingjan ekkert nema hugarástand". Reyni að hafa það í huga þegar ég lít út um gluggann.  


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband