Í kringum hnöttinn fyrir 92 þúsund

London - New York - Auckland(Nýja Sjáland) - Bali - Singapore - London  fyrir 760 pund (92.000 ísl.). Þetta finnst mér ódýrt en við þetta bætist flugvallaskattur.  Þú ræður hvað þú stoppar lengi á hverjum stað og getur svo bara breytt dagsetningum ef þú vilt og svo getur þú ráðið hvorn hringinn þú ferð. T.d. að enda í New York og verslað (þ.e.a.s. ef maður á afgang). Svo eru ýmsar aðrar leiðir í boði.

Það er minnsta mál að fljúga langar leiðir, ferð bara í teyjusokka, drekkur vel af vatni, horfir á sjónvarpið (hver farþegi er með sinn skjá og getur ráðið á hvað hann horfir) og svo sefur maður bara restina. Hljóma ég eins og auglýsing? Nánari uppl. veittar.....................Nei, ég veit bara að það þarf ekki að vera dýrt að fljúga á milli staða, þ.e.a.s. þegar maður er kominn frá Íslandinu góða.

 


Heyrði ég rétt? Meiri afköst fyrir minni pening!

Þetta sagði einn sviðsstjóri Landspítala á Stöð 2 rétt í þessu, þegar verið var að fjalla um læknaritara. Hvers konar vitleysa er þetta? Geta stjórnendur spítalans bara sagt starfsfólkinu að vinna hraðar og það sé ekkert svigrúm til að borga meira.

Það verður skemmtilegt þegar samningar verða lausir, nú bráðlega. Ætli þetta verði svarið sem starfsfólkið fær: Við viljum meiri afköst fyrir minni pening.


Gleðileg jól til allra.

Vildi bara óska öllum gleðilegra jóla og vona að fólk hafi það sem allra best.  Einnig að við njótum þess sem við höfum, alla vega hef ég nóg af öllu og meira til. Stöldrum við og hugsum um hvert annað, verum saman og njótum.

Megi gleði og kærleikur fylgja ykkur öllum

Sigrún Óskars


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband