Þessi speki er úr kærleikskornum Guðrúnar Bergmann og ég dró þetta "spil" í morgun. Það fyrsta sem mér datt í hug er allt dótið sem ég geymi og má ekki henda eða láta í burtu. Ég er algjör safnari og held fast um allt sem ég á. Ekki er ég að kaupa mikið nýtt, nema þegar ég er á hippamörkuðum - þá vantar mér alltaf eitthvað En ég er til í að taka að mér gamalt dót, sem ég held að ég noti einhvern tímann, mögulega. Og ég elska að fá notuð föt.
Ég á bók, sem heitir "Burt með draslið" og segir þessi bók manni hvað er drasl og hvað ekki. Þessa bók þyrfti ég að lesa í hverjum mánuði því ég virðist alltaf gleyma hvað stendur í henni. Eftir lestur hennar þá fer alltaf eitthvað pínulítið í Sorpu eða í ruslið. T.d. er fatalagerinn hér á þessum bæ eins og þrjár konur búi hérna og eins er með skóna. Að vísu þá pakka ég skónum niður í kassa vel og vandlega og tek þá svo upp nokkrum árum seinna og set aðra ofan í kassann. Spariskórnir mínir þetta árið eru t.d. yfir 20 ára gamlir. Það verður ekki minnst á veskin - gæti sett upp verslun.
Ég á garn eins og það sé prjónaverksmiðja hérna (er að vísu dugleg að prjóna). Kaupi alltaf aðeins of mikið og þetta safnast fyrir og auðvitað hendi ég ekki garnafgöngum. Svona mætti lengi telja. En fyndnast finnst mér samt pakkaskrautið - bönd og slaufur - sem ég að vísu nota oft en það mætti nú alveg létta aðeins á þessu.
Líklegast er einhver í sömu sporum og ég en allavega veit ég hvaða bók ég tek með mér í rúmið í kvöld "Burt með draslið"
Ég er á bakvakt alla helgina svo ekki verður mikið tekið til - kannski eitthvað.
Góða helgi elskurnar og njótið vorsins og blíðunnar.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkur: Dægurmál | Laugardagur, 2. maí 2009 | Facebook
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það mætti halda að þú hefðir verið í heimsókn hjá mér, alla vega fór ég alvarlega að hugsa hvort ég hefði misst af merkilegri heimsókn því þessi lýsing er svo merkilega lík konu sem býr með manninum mínum , ekki hefði þurft að bæta við nema dellu fyrir gardínum og gömlu postulíni og þá hefði lýsiningin verið fullkomin.
Knús kveðjur að austan
(IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 11:00
Ég kannast við heilmikið af því sem þú talar um þarna, Sigrún mín.
Og - ég á þessa bók!
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 12:03
Ég er haldin viðskilnaðarkvíða þegar allsskonar dót er annarsvegar. Ég tími ekki að henda gömlu dóti, fötum og skóm. Börnin mín hafa tekið að sér tiltektir og eru þau duglegri en ég að henda.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.5.2009 kl. 14:18
Eigðu góðar bakvaktir um helgina. "Draslið "verður bara að bíða betri tíma .
Guðrún Una Jónsdóttir, 3.5.2009 kl. 04:20
Er ekki bara gott að hafa fullt af dóti og drasli heima hjá sér og ekkert pláss fyrir nýtt dót? Það hlýtur að vera ódýrara og virka eins og sparnaður :)
Annars er ég bölvaður safnari og hér flæðir úr öllum skápur og geymslum...
Vilma Kristín , 3.5.2009 kl. 16:51
Skemmtilegt er líka að nota kærleikskornin hennar Guðrúnar Bergmann þessa dagana, fann þáu niður í skúffu og þau eiga eitthvað svo vel við í dag
Hulda Margrét Traustadóttir, 4.5.2009 kl. 15:13
Gaman að rekast á þig aftur hér!
Skil þig með dótið. Maður vill losna við það - og ekki.
Vona að bakvaktirnar hafi verið rólegar og góðar.
Bið að heilsa!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.5.2009 kl. 22:27
Ég er of dugleg að henda...enda á ég ekki þessa bók hehe...
Kær kveðja í bakhúsið
Ragnheiður , 4.5.2009 kl. 22:40
Innlitskvitt ;)
Aprílrós, 5.5.2009 kl. 00:27
Ég á líka kærleikskornin hennar Guðrúnar, mjög skemmtileg og fræðandi.
Auðvitað samþykkti ég þig sem bloggvin Takk fyrrir !
Hulda Margrét Traustadóttir, 14.5.2009 kl. 22:14
Sigrún mín, hvenær komst þú og gerðir úttekt á skápunum mínum og hirslum?? Nei, í alvöru þú ert að lýsa MÉR og mínu dóti....nema...ég hef ALDREI þorað að lesa bókina "Burt með draslið" af ótta við að "henda OF MIKLU" af bráðnauðsynlegu, ómissandi, rosakúl stöffi sem ég geymi ofan í skúffu, inni í skáp ofan í kassa, í næstu tiltekt! Aðskilnaðarkvíði?? Júmmmm...máske!
Sigríður Sigurðardóttir, 23.5.2009 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.