verðmerkingar vs verð

Fór með þeim fimmtuga í  Krónuna, vorum bara að athuga hvort Krónan væri betri en Bónus. Við keyptum eins lítra kók og Trópí Tríó, en þetta fæst ekki lengur í Bónus. Báðar þessar vörur voru vitlaust verðmerktar miðað við það sem við borguðum. Kókið átti að kosta 15o kr. stykkið en kostaði 165 á kassa, Trópíið átti að kosta 188 kr. pakkinn en kostaði 225 kr. á kassa.

Skoðið alltaf miðann þegar þið verslið Wink gætið grætt á því.

Enginn smá munur þarna á ferð - enda fór sá fimmtugi og fékk endurgreitt. Förum ekki aftur í Krónuna allavega ekki þessa við höfnina í Hafnarfirði. Algjörlega óþolandi svona vitleysa. En þetta kemur nú fyrir í Bónus líka. Held að hann fari áfram í Bónus um helgar og versli fyrir vikuna - svo fer ég í Fjarðarkaup þess á milli. Fjarðarkaup er einhvernvegin alltaf besta búðin - heiðarlegust og vöruúrvalið það besta. Allavega fæst þar mikið úrval af grænmeti og ávöxtum, sem ekki fæst í Bónus, t.d. graskerið, sem er algjörlega ómissandi.

Góða helgi elskurnar og verið góð við hvort annað Heart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Sem betur fer sér maðurinn minn alveg um að versla í matinn og hann er ansi naskur á hvar er ódýrast að versla hverja vöru.  Hann hefur einmitt oft sagst hafa þurft að fá leiðréttingu á kassa miðað við hilluverð.  Þetta er mjög þörf ábending hjá þér Sigrún mín, takk fyrir það.

Auður Proppé, 4.4.2009 kl. 19:08

2 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Já þetta er maður alltaf að heyra og upplifa líka. Ég hvíldi mig á Bónusfeðgum um hríð og fór að versla í Nettó á Glerártorgi. Það er óneitanlega meira huggulegt og betra vöruúrval þar en líklega aðeins dýrara. Ég fæ þó afslátt vegna þess að unglingurinn vinnur í Samkaup með skólanum. Það borgar sig ekki að sækja vatnið yfir lækinn...... Góða helgi !

Guðrún Una Jónsdóttir, 4.4.2009 kl. 22:21

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er mjög algengt að vitlaust "lægra" vöruverð sé á hillumerkingum í Bónus á Grandanum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.4.2009 kl. 03:05

4 identicon

Ég hef nokkrum sinnum orðið vör við þetta hér í Krónunni.

En mikið ósköp fannst mér alltaf gott að versla í Fjarðarkaup, þegar ég bjó í Hafnarfirði.

Kær kveðja 

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 12:51

5 Smámynd: Sigrún Óskars

já maður þarf sko sannarlega að passa sig og lesa strimilinn vel.

Fjarðarkaup er einhvernvegin alltaf jafn góð búð - stórverslun en samt með topp þjónustu.

Sigrún Óskars, 5.4.2009 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband