Magadans ......

.... já frúin fór í magadans. Dreif sig uppí Baðhús keypti kort á tilboði (15.000 kr. og gildir til 1. júlí) og stökk svo inní salinn þar sem kenndur var magadans. Þvílíkt hvað ég er stíf, var "létt" hallærisleg, en ég er bara byrjandi. Þessi magadans er víst mjög góður fyrir bakið og liðkar mann - vonandi.

Á morgun ætla ég í Afró. Hef einu sinni farið í Afró og það var mjög skemmtilegt - maður hleypir fram af sér beislinu og dansar undir dillandi trommuslætti. Hlakka bara til  Wink Svo er að byrja salsa danstímar í Baðhúsinu - prófa það örugglega líka.

Mín er sem sagt í "streitustjórnun" - dugleg að fara út að labba og er að toga upp sjálfsmatið - markmiðið er að vera ánægð með sjálfan mig að öllu leiti og meina það í alvörunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með magadansinn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.4.2009 kl. 01:18

2 Smámynd: Auður Proppé

Krafturinn í þér kona, örugglega skemmtilegra að dansa en púla í tækjasal.

Auður Proppé, 1.4.2009 kl. 06:19

3 Smámynd: Aprílrós

Svo skemmtilegt að vera í magadans, ég prufaði þetta einu sinni . ;)

Aprílrós, 2.4.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband