Konur eru æðislegar.....

...... allavega þær sem eru í Kvennakór Hafnarfjarðar.

æfingabúðir 006

Það er svo merkilegt við þennan hóp hvað við erum allar jafnar (ætli við séum jafnaðarmenn?). Við erum líka svo góðar við hvor aðra og innan hópsins ríkir samkennd, gleði og kærleikur. Svona er bara mórallinn í kórnum. Svo erum við líka með frábæran kórstjóra sem er Erna Guðmundsdóttir söngkona.

Við vorum í æfingabúðum á Flúðum um helgina og þessar helgar eru þvílíkt frábærar að ég get vart lýst því með orðum. Það er sungið og hlegið alla helgina. Við gistum á Hótel Flúðum, sem er bara fínasta hótel, góður matur, fín herbergi og það var vel tekið á móti okkur.

Ég er alsæl með þessa helgi, þreytt en ánægð.

Myndin er af minni rödd sem er annar alt; dýpsta kvenröddin - við erum bara flottar konur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Glæsilegt. ;)

Aprílrós, 16.2.2009 kl. 23:12

2 Smámynd: Auður Proppé

Frábært, hlýtur að vera yndislegt að geta sungið, ég er því miður alveg laglaus  

Auður Proppé, 16.2.2009 kl. 23:32

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Það er æðislegt að vera í góðum vinahóp og hafa það gaman saman....

Við vinkonurnar tókum lagið á föstudagskvöldið...bara gaman sko....

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 16.2.2009 kl. 23:49

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég held að náfrænka mín hafi verið viðriðin þennan kvennakór.  Hún heitir Jóna eins og ég og við erum báðar skírðar í höfuðið á ömmu okkar henni Jónu Salvör.  Nema að hún heitir Jóna Svava Sigurðardóttir og ég Jóna Kolbrún. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.2.2009 kl. 01:42

5 Smámynd: Sigrún Óskars

jú, Jóna Svava er með okkur

Sigrún Óskars, 17.2.2009 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband