Það var fyrir löngu síðan......

....... þegar ég var unglingur, að mamma og pabbi keyptu hæð í Norðurmýrinni. Á neðri hæðinni bjó einhver töffari með sítt að aftan og spilaði Slade og Queen af fullum krafti. Hann var "létt" hallærislegur fannst mér. Við urðum nú samt vinir og til að gera langa sögu stutta þá urðum við fáum árum seinna kærustupar InLove

Í dag eru 32 ár liðin síðan við urðum kærustupar. Ég tel mig ljónheppna að hafa krækt í þennan töffara, sem er ennþá að spila Slade og Queen og er ennþá besti vinur minn. Við höfum einhvernveginn alið hvort annað upp, erum oft með ólíkar skoðanir og ólíkan smekk - komust samt alltaf að samkomulagi. Við eignuðumst líka tvö börn sem eru mjög vel "lukkuð". Alltaf hefur hann stutt mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur ( og ég hann sömuleiðis) og hann hefur aldrei reynt að breyta mér - leyft mér að vera "ég" - hippi með steina og prjónadót út um allt hús Smile. Hann hefur líka fengið að vera með bækurnar sínar og tölvudót út um allt hús. Það er þægilegt að eiga alltaf sama manninn, ég veit nákvæmlega hvar ég hef hann og þekki hann út og inn.

Njótið hvers annars og þökkum fyrir það sem við eigum Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með kallinn og hann til hamingju með þig, ég skil nákvæmlega hvað þú átt við þarna.

Við Steinar vorum vinir í 16 ár áður en við ákváðum að troðast á næsta stig. Þaðan er að vera kominn áratugur.

Ragnheiður , 10.2.2009 kl. 18:00

2 Smámynd: Aprílrós

Já er nkl alveg sammála þér í síðustu setningunni. ;)

Ég get ekki dæmt um allt hitt sem á undan er skrifað því ég þekki það ekki og á ekki mann, allavega ekki ennþá ;)

En hins vegar ætla ég að njóta hvers augnabliks að vera til. ;)

Aprílrós, 10.2.2009 kl. 18:02

3 Smámynd: Auður Proppé

Innilega til hamingju með daginn.  Falleg skrif og hamingjan skín í gegn

Auður Proppé, 10.2.2009 kl. 18:08

4 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Til hamingju með árin öll. Haldið áfram að vera góð hvort við annað.

Guðrún Una Jónsdóttir, 10.2.2009 kl. 22:18

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með töffarann þinn ,og til hamingju töffari með konuna þína  Ég dýrkaði Slade þegar ég var 15-16 ára. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.2.2009 kl. 00:59

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

 Þetta er eitt það yndislegasta sem ég hef lesið í margar vikur. Þetta er það sem við eigum að varðveita, fólkið í kringum okkur sem elskar okkur sama hvaða "galla" og sérviskur við höfum eða sama hvað okkur dettur í hug. Nú léstu mig elska minn mann ennþá meira því ég er einmitt nýbúin að baula á hann..... ætla að fara inn og kyssa hann og taka baulið til baka

Lilja G. Bolladóttir, 11.2.2009 kl. 04:43

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Það er einmitt svo sjarmerandi við mannskepnuna hvað við erum hver með sína sérvisku og enginn okkar er fullkomin - alla vega ekki ég  og það er svo gott að fá að vera svoleiðis

Lilja njóttu mannsins þíns eins og hann er og kysstu hann einn stórann

Sigrún Óskars, 11.2.2009 kl. 10:46

8 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Til lukku með hvort annað þetta er alveg yndislegt...og megi það endast ár og ævi.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 11.2.2009 kl. 20:49

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún þetta var svo fallegt að ég komst við

Hólmdís Hjartardóttir, 12.2.2009 kl. 00:32

10 Smámynd: Tiger

  Ertu hippi stelpuskott .. ? Njee .. segi bara svona. Ynnilega til hamingju með þetta afrek - 32 ár er langur tími og þeir sem ná saman svona löngu tímabili hljóta að vera brilljant persónur, þroskaðar og heilar!

Megið þið eiga 32 ár saman í viðbót í vinskap og ást, leik og hamagangi!

Hippy hippy hurrey! Knús og kram ..

Tiger, 12.2.2009 kl. 16:23

11 Smámynd: Sigrún Óskars

Æj já ég er ennþá í tréklossunum með einn eyrnalokk . Fann mig með hippunum í Buenos Aires (Argentínu) og í Rio de Janero.

Þegar ég verð "eldri frú" þá ætla ég (við) að eiga heima í Buenos Aires þegar hér er vetur - þá er sumar hjá þeim - 

Sigrún Óskars, 12.2.2009 kl. 20:20

12 identicon

Fallegur og vandaður pistill hjá þér Sigrún mín Ég er sama sinnis maður er heppin að hafa eignast góðan kærasta á sínum tíma. Og ekki myndi ég nenna að skipta, enda veit ég hvað ég hef en myndi sennilega ekki vita hvað ég gæti fengið!!!

Annars verð ég á LSH 14 G í mars. Ert þú ekki við Hringbraut???

Bestu kveðjur Ragga

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 08:36

13 Smámynd: Sigrún Óskars

jú Ragga ég er við Hringbrautina á skurðstofunni. Þú gætir haft samband við mig og leitt þig í heiminn þar ef þú vilt. innanhúsnúmerið er 7242 og spyrð bara um mig  (við erum nokkrar Sigrúnar þarna - verður að biðja um Sigrúnu Óskars)

Sigrún Óskars, 13.2.2009 kl. 15:51

14 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Flottur pistill, og innilega til hamingju með 32 árin, Sigrún mín.  Var "seinþroska" og á aðeins 12 ár að baki með mínum manni...hmmm ef við náum 32 árum saman, verður minn maður kominn yfir sjötugt, og ég að dóla þarna tveimur árum á eftir!

Sigríður Sigurðardóttir, 15.2.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband