prjóna-myndir

Setti inn nokkrar myndir af peysunum, sem ég hef prjónað. Þetta er bara brot af því sem ég hef gert.  Ég bý til uppskriftirnar sjálf en með lopapeysurnar hef ég lykkjufjöldann og úrtökur úr Lopa-bókunum.

Skemmtilegast við prjónaskapinn er að búa til peysuna frá grunni, raða saman munstri og litum, rekja upp og byrja aftur....... s.s. hafa smá vesen.

Set kannski inn fleiri myndir ...........seinna

Góða helgi allir mínir vinir Heart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hreint óskaplega fallegar þessar peysur hjá þér. Þú ert sniðug að gera þetta svona með smá veseni!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:53

2 Smámynd: Ragnheiður

Þær eru flottar hjá þér ..sérstaklega þessi gamla margþvegna

Ragnheiður , 31.1.2009 kl. 13:21

3 Smámynd: Aprílrós

Fallegar peysur hjá þér;) Ég ætla einmitt að fara reyna prjóna mér vesti úr bandi, en langar í eitt lopa vesti.

Aprílrós, 31.1.2009 kl. 14:28

4 Smámynd: Sigrún Óskars

þessi gamla margþvegna er prjónuð eftir munstri úr e-u lopablaðinu. annars er ég ekki vön að prjóna eftir annara manna munstri.

Sigrún Óskars, 31.1.2009 kl. 14:51

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Alparós-Krútta það eru ókeypis uppskriftir af lopavestum á www.istex.is. Ekkert mál að prjóna svoleiðis

Sigrún Óskars, 31.1.2009 kl. 14:53

6 Smámynd: Tiger

Það er dugnaður í þér - hef alltaf verið veikur fyrir konum sem stunda prjónaskap - spurning hvort við ættum að skella okkur á deit? Þú í lopapeysu og ég á kvartbuxum ... haha!

Knús og kram Sigrún mín.

Tiger, 31.1.2009 kl. 15:07

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Tiger - engin spurning um deit   bara spurning um stað og stund   haha

Sigrún Óskars, 31.1.2009 kl. 15:55

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Peysurnar eru allar fallegar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.2.2009 kl. 01:21

9 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Flottar peysurnar hjá þér, og mikið ertu myndó.

Kv. Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 2.2.2009 kl. 00:55

10 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Myndarskapurinn í þér. Glæsilegar peysur. Ég prjónaði yfir mig í heimavistarskólanum í den. Hef varla tekið upp prjóna síðan. En hver veit.....

Guðrún Una Jónsdóttir, 2.2.2009 kl. 17:03

11 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Mikið er gaman að lesa um eitthvað annað en gamla og nýja ríkisstjórn, kreppu og reiði. Flottar peysur hjá þér líka!!

Lilja G. Bolladóttir, 3.2.2009 kl. 01:42

12 Smámynd: Auður Proppé

Fallegar peysur og þú klár að búa til þín eigin munstur.  Ég prjóna mikið, en legg ekki í að búa til munstrin sjálf.

Auður Proppé, 3.2.2009 kl. 15:42

13 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Þessi svarta er æði og ekki er sú græna síðri....reyndar allar fallegar Sigrún mín...öfunda þig af því að kunna að prjóna.

Sigríður Sigurðardóttir, 15.2.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband