Ég hef góða tilfinningu fyrir nýju ári......

....... enda ekki ástæða til annars. Ég hef allt sem ég þarfnast; frábæra fjölskyldu, góða vini, heilsu vinnu, hús........... s.s. alles. Á þessu ári ætla ég að njóta þess sem ég hef, ekki hugsa um það sem ég hef ekki. Ætla að vera jákvæð, gera eins vel og ég get í því sem ég tek mér fyrir hendur og vera ánægð með það. Ég þakka líka fyrir það sem ég hef, það er sko ekkert sjálfsagt að hafa allt þetta. (er einhver væmin?)

Svo hef ég kynnst góðum og skemmtilegum bloggvinum. Mér finnst þetta bloggsamfélag bara gott og hef ekki orðið fyrir neinu aðkasti eða skítkasti, sem betur fer. Finnst eins og ég þekki suma - hef samt aldrei hitt þá - skrítið. 

Segi við alla sem hingað koma; gleðilegt ár og megi gæfan, gleðin og kærleikurinn fylgja ykkur í öllu ykkar lífi Heart Stórt kærleiksknús frá mér.   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.1.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gleðilegt ár mín kæra!

Hólmdís Hjartardóttir, 3.1.2009 kl. 21:40

3 Smámynd: Ragnheiður

Gleðilegt ár kæri nágranni..við sjáum til með árið, það er þá alltaf von með að það næsta verði betra...

Ragnheiður , 3.1.2009 kl. 22:04

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðilegt ár elsku Sigrún mín vonandi að þetta verði gott ár þess óska ég þér og okkur öll kær kveðja til þín og þinna.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.1.2009 kl. 22:05

5 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Þetta eru orð að sönnu. Við gleymum oft hvað við höfum það gott. Takk fyrir falleg orð í minn garð á síðunni minni og gleðilegt ár. Hittumst í Mývó.....

Guðrún Una Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 22:32

6 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Merkilegt!  Hef svona brilliant fílingu fyrir 2009 líka.  Er kannski svona "hjúkrunarfræðinga-eitthvað", Sigrún?  Verður okkur máske öllum sagt upp, og við að flytja til Sádí!  Þar með í bullandi gróða og peningum upp fyrir haus.  Demantar á hverjum fingri, perlur um háls og limmósínur að rúnta með okkur um sandöldur Sahara.....?  Nah, bara smá grín.  Mín gleði og góði fílingur kemur frá góðri fjölskyldu, ástvinum og vinum rétt eins og þín.  Öruggu heimili og góðri vinnu.  Hvað getur maður haft þetta betra?

Sigríður Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 23:34

7 identicon

Gleðilegt ár

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 11:47

8 identicon

Yndisleg færsla hjá þér, Sigrún mín.

Ég verð nú reyndar að játa það, að ég er haldin einhverjum blendnum tilfinningum gagnvart árinu 2009. En ég er samt í óða önn að reyna að banda því frá mér og hugsa þetta eins og þú; ég á yndislega fjölskyldu, góða vini (tala nú ekki um bloggvinina!), heimili og vinnu. Svo að, ef maður hugsar hvað maður er nú heppinn og þakkar Guði fyrir það, þá hefur maður bara ekki yfir neinu að kvarta!

Kærleiksknús á þig, vinkona,

og kær kveðja 

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 14:34

9 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Já það er um að gera að vera jákvæður....eins og sagt er einhvers staðar...vertu jákvæður að þá verður lífið léttara. Og horfa á framtíðina með jákvæðni og björtum augum. Jákvæðnin er það sem hefur hjálpað mér mest í gegnum lífið. Ég væri ekki lengur hér ef ég hefði hana ekki. Ó nei..

kv. Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 4.1.2009 kl. 18:15

10 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

P.S. Gleðilegt ár.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 4.1.2009 kl. 18:16

11 Smámynd: Aprílrós

Gleðilegt ár vinkona. Jákvæðni er það eina sem blívar.

;)

Aprílrós, 4.1.2009 kl. 19:47

12 identicon

Sæl og gleðilegt nýtt ár!!! Ég er hjartanlega sammála þer að það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn og horfa jákvæður til framtíðarinnar...Svo skemmir nú ekki að hafa sönginn og kórinn!!!!

Bestu kveðjur frá Höfn...

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 12:17

13 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Gleðilegt ár, Sigrún mín. Ég segi það sama og þú, þessa dagana þakkar maður fyrir að hafa vinnu og vera Ríkisstarfsmaður. Vonandi verður árið jafn gott og þú spáir þótt ég hafi reyndar slæma tilfinningu fyrir því....

Lilja G. Bolladóttir, 10.1.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband