Jæja Bubbi, ég verð að viðurkenna að í mörg ár hefur þú sko ekki verið í uppáhaldi hjá mér, þvert á móti. Ég hef bara hlustað á þig syngja "í bljúgri bæn" sem er á Íslandslaga diskinum sem ég hlusta oft á. Stundum hef ég nú samt setið við píanóið, spilað og sungið "stál og hnífur" bara af því það er svo gaman að spila það og syngja. Svo hef ég oft hlegið að því þegar þú sagðir áhorfendum í sjónvarpinu að fara á síðuna box punktur fimmtán, sem átti auðvitað að vera box.is
En í kvöld þá gjörsamlega bræddir þú mig og það í gegnum útvarpið. Þú varst svo skemmtilegur og flottur. Bara þú með gítarinn. Lögin þín eru náttúrulega bara skemmtileg og í lokin þá grét ég yfir laginu "þessi fallegi dagur". Það er algjör snilld og flottur texti. Nú og hér eftir ertu á mínum vinsældarlista ásamt Elton John og fleiri góðum. Á næsta ári sit ég á fremsta bekk (nema ég fái að sitja við hliðina á þér).
Takk fyrir góða tónleika - gleðileg jól!
Flokkur: Tónlist | Miðvikudagur, 24. desember 2008 | Facebook
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bubbi er alltaf Bubbi, mér finnst hann alveg ágætur. Svo óska ég þér gleðilegra jóla.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.12.2008 kl. 02:06
Gleðileg jól Sigrún mín
Hólmdís Hjartardóttir, 24.12.2008 kl. 11:05
Gleðilega hátíð elsku Sigrún mín. Megi guð og gæfa fylgja þér og þínum inn í nýtt ár sem er handan við hornið .. knús og kram á þig!
Tiger, 24.12.2008 kl. 21:00
Gleðileg jól Sigrún og takk fyrir innlitin á árinu sem er að líða.
Bubbi syngur sannarlega eins og engill en stjórnun þátta í útvarpi ætti hann að láta eiga sig.
Guðrún Una Jónsdóttir, 25.12.2008 kl. 15:27
Já hann Bubbi á flotta smelli.
Gleðileg jól Sigrún mín. Ég vona að þú og þínir hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.
Takk fyrir bloggvináttu.
Jólaknús og jólakveðja.
Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 25.12.2008 kl. 15:50
Bubbi á flotta teksta og lög og er frábær söngvari. Ég er sammála einni hérna fyrir ofan að þátta stjórnun á hann alveg að láta vera, en hver og einn hefur sína skoðun og álit og sem betur fer erum við öll ekki eins, þá væri nú ekkert gaman hehe.
Gleðilega hátið til þín Sigrún mín og megirðu eiga góðan dag.
Aprílrós, 26.12.2008 kl. 14:42
Já, Bubbi á marga fallega texta og lög,og alltaf gaman að heyra hann syngja.
Óska þér og þínum svo Gleðilegs árs og friðar á nýju ári, Sigrún mín.
kveðja Sigga.
Sigríður Sigurðardóttir, 1.1.2009 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.