Á hverju ári förum við (ég og sá fimmtugi) til Frankfurt á jólamarkaðinn og líka til að vera hönd í hönd tvö saman (K.K. ferð). Á síðasta ári ákváðum við að taka börnin og bretann með okkur, vissum þá auðvitað ekki að Evran yrði 166 kr. en evran var 85 - 90 kr þegar þessi ákvörðun var tekin.
En við ætlum að fara og njóta þess bara. Það er svo gaman þegar við erum öll fimm saman - eitthvað svo notalegt. Dóttirin og bretinn hafa ekki komið til Frankfurt og ekki til Heidelberg sem er svo æðislegur staður. Maður fer bara með lest frá Frankfurt til Heidelberg - ó mæ god - þið ættuð að sjá jólamarkaðinn þar.
Þjóðverjar eru svo góðir heim að sækja - gera allt fyrir mann (allavega fyrir okkur) og jólastemningin er engu lík, maður getur ekki lýst því.
Þetta verður jólagjöfin okkar allra - við notum Robin Hood aðferðina - þeir sem eiga meiri pening, þeir borga.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Laugardagur, 8. nóvember 2008 | Facebook
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
góða skemmtun
Hólmdís Hjartardóttir, 8.11.2008 kl. 11:35
takk hólmdís - við förum í enda nóvember, þegar búið er að opna markaðinn.
Sigrún Óskars, 8.11.2008 kl. 11:36
Jeminn, hvað ég öfunda ykkur (á jákvæðan hátt)!
Pétur minn hefur komið til Heidelberg, var þar fyrir mörgum árum á námskeiði fyrir Heidelberg prentvélar. Hann hefur oft talað um veru sína þar og hvað borgin sé yndisleg. Það er draumurinn hjá mér, vonandi ekki of fjarlægur, að komast þangað einhverntíma með honum.
Rosalega samgleðst ég ykkur, njótið þess saman
Eigðu góða helgi, kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 14:19
Wúff.. þetta hljómar æðislega og ég vona sannarlega að þið eigið eftir að hafa það æðislega gaman! Ég væri alveg til í að fara með ykkur og lenda á jólamarkaðnum - en ég er hræddur um að þið mynduð þá ekki ná mér heim aftur í tæka tíð fyrir jólin sko ....
Knús og kram á þig Sigrún mín og hafðu það ljúft ..
Tiger, 10.11.2008 kl. 14:09
Oooo hvað þú átt gott. Dýrka Heidelberg! Hmmmmm ekki víst að Robin Hood-aðferðin svínvirki í Þýskalandi....ræna þá ríku og gefa fátækum...þýskarinn svo hrifinn af lögum og reglum og hefur ENGAN húmor hvað slíkt varðar. En svo yndislega pottþéttir líka.
Góða ferð mín kæra,
kveðja Sigga.
Sigríður Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 23:25
Hljómar æðislega.Ég get alveg ímyndað mér að þú sért mikið jólabarn. Njótið vel.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.11.2008 kl. 02:18
Líst vel á Robin Hood aðferðina..... Auf Widersehen.....
Guðrún Una Jónsdóttir, 11.11.2008 kl. 13:13
"þeir sem eiga meiri pening, þeir borga." Líst vel á Robin Hood aðferðina
Góða ferð yndislegust. Svo viljum við fá myndir skilurðu????
Tína, 11.11.2008 kl. 22:14
ooooh...ég er svo mikið jólabarn að það hálfa væri nóg af helming.... Er ekki smá pláss í ferðatöskunni Sigrún mín??? ég meina fyrir mig sko.....
kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 11.11.2008 kl. 23:23
Vona að ferðin verði ánægjuleg. Væri alveg til í að skella mér. Við í Kvennakór Hornafjarðar fórum fyrir 1 og 1/2 ári til þýskalands og það var æði!!!!!Kveðja frá Höfn Ragnheiður
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 22:02
Góða ferð og góða skemmtun Svo óskaði ég eftir bloggvináttu þinni, ég vona að þú takir ekki illa í það
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.11.2008 kl. 01:29
Jóna auðvitað tek bara vel í bloggvináttubeiðni, ég er oft að sniglast hjá þér, kvitta stundum og stundum ekki - þú ert góð.
Sigrún Óskars, 13.11.2008 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.