Svei mér þá - ég sakna ykkar....

................. en einhvernveginn datt ég út úr blogginu, hef ekki gefið mér tíma - ekki einusinni til að lesa bloggvinina. Mér finnst gaman að lesa bloggið og kommentera hér og þar, vera inní því sem er að gerast. Skil ekki hvers vegna ég gef mér ekki tíma Blush  

Um síðustu helgi fórum við; ég og feðgarnir norður til Hjördísar dóttur okkar og Craigs. Við höfðum aldrei séð íbúðina sem þau leigja, en þetta er bara björt og góð íbúð á vegum Háskólans á Akureyri. Þegar við komum norður um áttaleytið á föstudegi þá voru þau búin að búa til pizzur handa okkur - ekki dónalegt, pizzur og pilsner. Það var svo notalegt að að vera hjá þeim. Við sáum andanefjurnar, keyrðum á Dalvík og Ólafsfjörð, þar sem endurnar stoppuðu bílinn og sníktu eitthvað í gogginn. Á laugardagskvöldið bauð ég svo á Bautann, sem klikkar aldrei. Mér finnst Akureyri bara fínasti bær og gæti alveg hugsað mér að búa þarna.

Fór út í góða veðrið í dag, gekk meðfram fjörunni og oní fjörunni. Það var glampandi sól og sjórinn rólegur. Fullt af fuglum sem ég kann ekki að nefna, þarf að gá í fuglabókina mína. Hélt að flestir fuglar væru flognir á burt. Ég geng alltaf seint á kvöldin og þá er ég alein á ferli, fyrir utan gæsirnar sem eru á Jörfaveginum, sé enga aðra fugla. 

Sit límd við tölvuna - er að semja "skýrslu formanns" fyrir aðalfund Gígjunnar. Gengur svo sem ágætlega, en aðalmálið er að lesa þetta upp á fundinum - er þvílíkt stressuð  og nervös. Hef samt alltaf sloppið lifandi frá svoleiðis uppákomum og á von á því að lifa þennan aðalfund af.

Í lokin: ég er ennþá hætt að reykja, þetta er vont og það versnar. Nei, ekki alveg satt, en mig langar oft í sígó - en mig langar ekki að falla. Finnst ég bara helv.... dugleg.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Afhverju fórstu ekki til Húsavíkur? Það er nafli alheimsins.  Ekki falla Sigrún mín...............

Hólmdís Hjartardóttir, 4.10.2008 kl. 18:09

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Hólmdís, næst förum við til Húsavíkur - flottur bær, komum þar við í sumar og lentum á Mærudögum.

Sigrún Óskars, 4.10.2008 kl. 18:27

3 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju Sigrún mín að vera enn hætt að reykja ;)

Aprílrós, 4.10.2008 kl. 19:51

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þú ert dugleg! Alveg rosalega.Til hamingju með árangurinn hingað til.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 4.10.2008 kl. 23:38

5 identicon

Dugleg stelpa. Vildi að ég hefði þennan viljastyrk. Held bara að lönguninn sé ekki nógu djúp. Svona yfirborðslöngun til að hætta. Fuffs....

Gunnhildur (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband